þriðjudagur, desember 21, 2004

Íslenska jólalífið...

Jæja Eibba mín... ég skal reyna að skrifa eins mikið og ég get. Held samt að það sé ekki mjög áhugavert sem drífur á mína daga hér á Fróni. Alltaf þetta sama gamla. En auðvitað einstaklega gaman að hitta familíuna og vinalinga. Tíminn líður samt aldeilis hratt og jólin nálgast. Hann líður líka ansi fljótt þegar maður eyðir mörgum tímunum í þunnildi og svefn. Þannig að það þýðir nú ekki að kvarta yfir því að maður komist ekki yfir allt sem maður vill. En já, upptalning fyrir Eibbu mína sem saknar Íslandsins mikið... ég sakna líka að hafa ykkur ekki hérna. Ætla að reyna að telja upp þetta helsta.
Er búin að...
- fara í tvö afmæli, til Hildar og afa gamla á Nesinu...
- búin að leika við Svönu og fjölskyldu... t.d. sjá kallana hennar dansa afar kraftmikinn línudans.
- búin að leika við litlu mennina í lífi mínu – Daníel og Daða...
- búin að fara að í Sundhöllina tvisvar...
- fara í ljúffenga hnetusteik á Grænum Kosti með Lilju og Siggu. Ekkert djúsí... aðeins ein saga... Gunni Magg á víst orðið konu. Ekkert svakalega spennandi fyrir mig þar sem ég þekki kauða ekki svo mikið. En samt...
- fara aftur í grænt og vænt með Evu Hlín...
- eyða afar ljúfum eftirmiðdegi með Sillu sætu og óléttu ásamt súpu, kaffibollum og notalegheitum á Vegamótum...
- borða hádegismat með Óla Fimmbíó og frúnni hans. Hún er fínasta kona.
- fara á frænkukvöld á barnum.
- fara á barinn þrisvar í viðbót við það. Ekkert áhugavert eða djúsí að frétta þaðan.
- eyða tveimur og hálfum degi í þunnildi og vesæld...
- búin að hitta Dóra Magg og Hauk Þór heima hjá Sirrí. Það var afar skemmitlegt að hitta þau. Dóri er óléttur og Daddi er víst á leiðinni að gifta sig.
Því miður ekki svo mikið djúsí eins og þú sérð... nema kannski að Dóri og frú sé ólétt. Ætla þau víst að létta sig í byrjun marsmánaðar. Þú kannski vissir þetta...
Annars eru barferðirnar mínar búnar að vera einkennilegar. Finnst ekkert svo mikið stuð að maður þekkir alltaf færra og færra fólk út á lífinu. Bæði er maður orðinn algjör ellismellur og kannski bara búin að búa alltof lengi í útlandinu. Ég finn alltaf oftar og oftar fyrir því að ég er eiginlega búin að vera of lengi í burtu. Mér finnst það ekki gaman. Svo ég held að ég hreinlega verði að fara að drulla mér heim á Íslandið bráðum aftur ef ég ætla ekki að hljóta varanlegan “skaða” af vist minni með Baunum. Skaði er samt ljótt orð og vitlaust. Brennimerki er ekki fagurt. Það sem ég er að reyna að segja er að maður verður víst alltaf meiri og meiri baun með hverjum deginum. Sem er e.t.v. gott og vont. Það hef ég uppgötvað. Held ég verði að fara að reyna að umgangast Íslendinga í bland við Danina í Árósunum. Þá kannski gengur mér betur í mannlegum samskiptum hérna á the kleik.
Ég og móðir mín biðjum fólk vel að lifa. Finnst að þú eigir líka að vera duglegri að segja frá ykkar þýsku jólum hausfrau Eivor. Annars lofa ég að reyna að vera áhugaverðari og skemmtileg þegar ég kem aftur í Baunalandið... Luvs&Knúses...

föstudagur, desember 17, 2004

Góði klaki

Já, klakinn er kaldur. Ég er líka dálítið köld en vonandi hitna ég með árunum. Gengur ekkert að drullast til að vinna hérna. Er búin að fara og hitta smá fólk í hádeginu undanfarna daga og það tekur því eiginlega ekki að vinna frá tíu til tólf áður en maður fer í lunchinn... held ég. Þetta er eitthvað vinnuvandamál sem tengist Íslandi frekar en Dene - fer að vinna í því. En ég er alla veganna lady who lunches og finnst mjög gaman að kíkja aðeins í búðirnar eftir matinn og eyða smá meiri peningum. Held nú samt að ég hefði átti að vera snjallari og koma bara heim rétt fyrir jól svo ég hefði getið drullast eitthvað áfram í þessu blessaða verkefni mínu. Gerða var svo mikill snillingur að fresta heimferðinni... ég hefði átt að gera slíkt hið líka. Nú eru rúmlega 13 mánuðir í skil á þessari einkennilegu doktorsritgerð og ég er orðin stressuð. Mjög eðlilegt.
Já, já... þunnt er hljóðið og ég er vonandi á leiðinni á barinn í kvöld. Óska mér að sú barferð verði hressari en sú síðasta laugardag. Ég var mjög óhress og þreytt kona með innilokunarkennd. Kannski ég fái gleðibar í skóinn í kveld. Annars á ég margt eftir hér á Fróni... þarf að syngja með kórnum mínum honum Fúmm, þarf á spilakvöld, bingókvöld væri vel þegið, kaupa síðustu jólagjafirnar, kaupa föt, kaupa hlýja yfirhöfn, skrifa jólakort, synda af mér Aðalbjörgu, horfa á sjónvarpið, borða meiri nautatungu og margt, margt fleira...
Nú ætla ég að búa til to-do-lista þangað til að ég fer að borða grænt og vænt... tekur því ekki að læra. Minn helsti kostur er hvað ég er fljót að koma hlutunum í verk. Verði ljós og förum útí fjós.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Hlusta

Skemmtilegt...

föstudagur, desember 10, 2004

Usss...

...er það nú ástand... Auðvitað var pökkunin ekki alveg fullkomin... gleymdi að setja nokkrar jólagjafir í pokann... nema hvað... ég finn þær bara alls ekki. Er búin að gera dauðaleit af þeim í 40 fm mínum og skil bara ekki hvert þær hafa farið. Nú eru einhverjir julenisser að stríða mér. Það var vel að Hrafnhildur ákvað að fara bara í fyrramálið til höfuðborgarinnar svo ég hef allaveganna smá tíma til viðbótar í spæjarleik inní litlu íbúðinni minni. Svo á ég ekki einu sinni vetrarúlpu. Annars er nú ekki hættuástand ef gjafirnar finnast ekki - verðmæti gjafanna er ekki nema 100 dkr. Samt pirrandi.

Kótiletturass

Það er eins og það sé búin að vera kótiletta í rassinum á mér í allan dag. Mjög óþægilegt. Ég er búin að vera skrifstofukelling. Held að ég verði fullkominn aðstoðarstúlka forstjóra í milljónabransanum eftir að ég er búin í þessu námi. Þá get ég aldeilis skeint hverjum sem er eins og ég er búin að vera að gera undanfarna daga í skólanum.
Já – annars er bara líf og fjör. Fór obboslega huggulega út að borða í gær með nokkrum eðalkonum í gær. Mjög notalegt. Svo er ég búin að vera á fullu sem ritari leiðbeinanda míns að grein sem á að fara í prent kl. ellefu á morgun, grein sem nota bene ég er meðhöfundur af... hef ekki fengið mikið að njóta mín sem slíkur síðustu daga. Kannski eins gott þar sem ég er með eindæmum slakur penni.
Ég er búin að pakka. Þrjátíu mín kalla ég ansi gott. Var svo heppin að fá far til CPH með ljúfu konunni henni Hröbbu. Ohhh... er svoooo glöð með það, gæðastúlka hún Hrafnhildur. Hún á gríðarlegan kagga með dvd-spilara í og það er sko ekki á hverjum degi sem hjólakonan fær að setjast inní slíka kerru. Þannig að á morgun fer ég líklega aðeins út á lífið í höfuðborginni. Label night hjá einu litlu Árósarplötufyrirtæki verður fyrir valinu með litlu Josefine sem ég hef ekki hitt síðan hún flutti frá Århus í september. Mér finnst leiðinlegt að hún sé ekki lengur meðal oss sveitalubbana. En vonandi verður þynnkan ekki mikil á laugardeginum því ekkert er leiðinlegra en að vera með þynnkukúk í flugvélum. Þunnindi bæta líka í fóbíurnar mínar. Svo verður maður líka að vera ferskur þegar á klakann er komið. Ætli maður píni ekki í sig nokkrum drykkjum á laugardaginn enda þarf maður að nota þennan nýja yfirdrátt sem maður var að fá í jólagjöf. Þunnt er þetta glögg. Ég var - ég gerði – ég er.... hvað með... mér finnst – þessi var – þessi gerði...

þriðjudagur, desember 07, 2004

Taugaveiklaða lata konan...

Svona almennt finnst mér ég nú ekki mjög stressuð týpa. Finnst ég frekar aflöppuð svona... eiginlega hálf dofin alltaf... kann ágætlega við þessa letibykkjutakta mína. Eeeen ég er alveg stórskemmd þegar kemur að því að ég þarf að tala fyrir framan hóp af fólki. Verð alltaf alveg einstaklega stressuð með tilheyrandi svitaköstum og virðist aldrei ætla að læra að höndla þetta. T.d. þegar ég er að kenna, þá er ég alltaf með kúkinn í buxunum heilan dag áður en að kennslustund kemur. Síðastliðinn sólarhring er ég líka búin að vera tæp á taugum. Já, og alltaf þegar ég er svona mikill stressari, þá þarf ég alltaf að pissa á hálftíma fresti. Það er einmitt allt annað en skemmtilegt. Sér í lagi þar sem deildin mín flutti á nýjan stað meðan ég var í útlandinu og núna er bara unisex klósett... ekkert konuklóst. Mér finnst sko ekki jafn gaman að fara á það klósett – setan alltaf uppi í þessu karlaveldi. Eins og mér fannst nú gaman að hreiðra um mig á gamla kvennaklósettinu.
Já, mjög athyglisvert... Allaveganna þá var ég svona stressuð bara útaf einhverjum ómerkilegum og óformlegum fyrirlestri sem ég þurfti að halda fyrir hluta af deildinni minni. Fuss... já, fuss og sveiattan. Vildi óska þess að ég væri ekki gerð úr þessum genum sem framkalla þennan gríðarlega ótta. Maður myndi nú halda að ég ætti að vera vön þessu. Búin að kenna hér og HÍ, kenna í menntaskóla og halda nokkra frekar stóra fyrirlestra... en nei, nei... ég er stressaður aumingi.
Fyrir utan þetta er ég glöð kona. Nóg að gera þangað til að Íslandið verður heimsótt. Er að gera það upp við mig hvort ég eigi að beila á Bridget og stelpunum í kvöld og fara á íþróttakappleik... hmmm... ég verð kannski ekki svo vinsæl ef ég beila... og svo út að borða á morgun með skvísunum vinkonum mínum... Og svo verður bara næstum því komin helgi = Ísland. Júbbí Kóla.

mánudagur, desember 06, 2004

Christmas loaded table...

Jæja já, jólamaturinn undanfarna daga jafnast sko ekki á við christmas loaded table á einum ágætum sunnudegi á veitingastaðnum Asiu um síðustu jól. Enda smakkast líklega allt mjög vel í því ástandi sem einkenndi lýðinn þá. Usss... þvílíkt rugl – mundi þetta allt í einu í dag. Það verður sem betur fer ekki mikið um svona rugl þessi jólin... ha? Svanhildur...
Ég hef nú annars ekki frá mörgu að segja... Dagarnir hér í Baunalandi líða hratt og örugglega. Ég er búin að borða jólamat þrjá af síðustu fjórum dögum. FUss... kannski tvisvar sinnum of mikið. Ég er að reyna að láta bumbuna mína hana Aðalbjörgu ekki kætast of mikið yfir svona jólaboðum. Annars er ég ekkert svakalega mikið fyrir t.d. æbleflæsk og karrýsíld. Finnst þetta æbleflæsk eitt það furðulegasta í bransanum – hverjum datt í hug að steikja epli og beikon saman... og ég held meira að segja uppúr smjöri... og svo hámar sumt fólk þetta í sig með rúgbrauði... fuss... er það nú. Sumir myndu segja að maður væri að eyðileggja eplin, aðrir beikonið. Veit ekki í hvaða flokk ég er. Fór sem sagt á julefrokost í skólanum á fimmtudaginn. Þar var mér m.a. tjáð að ég væri furðuleg og ætti furðulega vini. Líf og fjör... en ég tek svona skonsum ósköp vel. Svo fór ég í julehygge með síldinni, fríkadellum og félögum heima hjá Trine á föstudaginn. Það var alveg fínt og endaði í Boxaradönsum á Musikcafeen. Það má ímynda sér svona doldla missy elliot takta við tja... man ekki hvað.
Svo var ég sérdeilis dugleg á laugardaginn. Fór á Jose Gonzales sem var mjög ljúffengur og fékk mér einungis tvo drykki! Ég er orðin svo mikil anti-djammstelpa að það er bara yndislegt. Átti því afar ljúfan sunnudag án þynnku, þar sem rölt var um bæinn í mjög svo heilbrigðu ástandi og endaði svo í jólamat hjá Dorte og Keld. Það er langt síðan ég hef prófað að eiga svona ferskan sunnudag hér í Århusinu. Skál fyrir því!
Já, hversdagsleikurinn er svolítið einsleitur. Ekki beint það áhugaverðasta að gerast í lífi manns. Maður getur ekki einu sinn sagt frá ruglinu í rokkinu í Århus City... sér í lagi vegna þess að frúin stefnir á niðurskurð í djammi og bjórkaupum. Jæja...
Góðar stundir...

miðvikudagur, desember 01, 2004

Litlu ljúfur...

Já, kannski ég skrifi eitthvað til ykkar litlu ljúfurnar mínar. Nema núna er ég að þykjast vera mjög svo upptekin í vinnunni þar sem ég er á fullu í greinaskrifum þessa dagana. Dísa vill samt meina að ég geti hent nokkrum línum. Já, mikið að gera... Julefrokost á morgun, julehygge á föstudag og José Gonzáles tónleikar á laugardag. Kannski ég geti skrifað eitthvað skemmtilegt eftir helgina. Ég er svona eiginlega líka búin að lofa að reyna að fara á djamm&dans með Kasper. Ég er aldeilis búin að sakna MC Hammer dansinum hans. Ég vona að ég sé ekki komin með samkeppni svo ég missi ekki dansfélagann.
Ég er samt ennþá að íhuga þetta með bloggskrifin. Mér fyndist samt skemmtilegra ef þið lesendur mynduð bætast í hópinn... Svana og Dísa og frú Sigríður og frú Sigríður... Mér finnst að þið eigið líka að gerast netlúðar.
Jamm... annars er búið að vera ljúft að vera í Dene undanfarna daga. Rosalega indælt að eiga almennileg samtöl við vini sína aftur. Ljúfa líf... ljúfa Danmörk og áður en ég veit af... ljúfa Ísland.