mánudagur, október 22, 2007

jæja. ætla að gera tilraun til skrifa. nú er þetta upphitun. og svo byrja.
ég hef lítið gert af viti undanfarnar vikur annað en að vera þreytt og bíða eftir einhverju. yfirleitt eru það helgar sem ég bíð eftir. nema um helgar þá bíð ég sérstaklega eftir sunnudögunum, en mér þykja sunnudagar alveg einstakir. um helgina var ég í dönsku afmæli sem tók afar marga tíma. ég fór í afmæli klukkan tvö og kom heim klukkan eitt um nóttina. þetta er afar typical danskt að þurfa að vera svona allan daginn að fagna. ágætlega huggulegt fyrir utan tónleikana sem við enduðum á. mér líkar ekki við svona helgar þar sem ég þarf að gera eitthvað svona ofboðslega mikið. best að tíminn líði hægt um helgar. svo var minn gamli líkami svo þreyttur eftir að þurfa að socialisera í marga klukkutíma að ég svaf mest allan sunnudaginn. þá var nú ekki mikið varið í hann.

annars er ég að reyna að ákveða mig hvenær ég ætla að hitta frú sigríði næst. hvort á ég að plata ykkur til að koma hingað eða á ég að koma til ykkar? þú áttar þig á því að þetta er örugglega síðasti séns á að þú getir heimsótt mig. brátt verður þú flogin yfir hafið og munt aldrei stíga fæta á jótland það sem eftir er. ég er að reyna að tæla þig hingað sjáðu til.

þetta er nú eitthvað þunnt. jafn þunnt og greinin sem ég er að reyna að skrifa. grein sem ætlar að reyna að komast í eitthvað læknarit og þykir mér það afar prumpulegt. maður þarf víst að skrifa öðruvísi fyrir lækna en raunvísindafólk. læknar eru bara vitleysingar.

bless. get ekki skrifað meir því ég er með svo mikinn höfuðverk.

fimmtudagur, október 11, 2007

thad er nú ekkert mikid ad gerast hér í árósum. ég er ordin svo mikill ellismellur. um sídustu helgi vard ég óhugnarleg thunn tvisvar og er thad met hjá mér. ég er nefnilega ekki svo dugleg vid ad fara út og skemmta mér thessi misserin - svo gömul og threytt. eitt kvöldid fór ég á tónleika med figurines - mér thykir nýja platan theirra alveg hreint skemmtileg og tónleikarnir voru hressir. ég komst heim í heilu lagi en thrátt fyrir ad hafa farid varlega í veigarnar thá vard ég einstaklega óhress daginn eftir. nádi thó ad koma mér út aftur med thynnku og 200g hamborgara og 2 l af gosi í mallanum. fór thá í útgáfupartí thar sem mér voru gefin tvö skot hvert skipti sem ég keypti eitt. thessi undarlegu barvidskipti og thad ad anders fór heim snemma (thá gat hann ekki fylgst med mér) gerdu thad ad verkum ad ég vard út úr heiminum og vaknadi fárveik á sunnudegi og var súr alveg fram á mánudag.

af thessari helgi hef ég lært ad ég er bædi búin ad missa allt sem heitir áfengisthol og er ordin of gömul fyrir svona áfengisútfærslur. hef ég thví ákvedid ad ég skuli læra ad lifa med thessu. t.d. ad ég thurfi ad fara heim ad sofa klukkan tólf eftir ad hafa drukkid 3-4 drykki. og ad ég fái mígrenskast vid ad drekka hálfa flösku af raudvíni.

ég hef einnig spád í ad thad sé kannski betra ad lifa bara heima í stofu í allskyns netheimum - thar getur madur socialiserad vid allskyns fólk, allstadar í heiminum án thess ad thurfa ad klæda sig í fín föt og án thess ad láta barvidskipti freista sín. nú er ég thess vegna ordin medlimur af myspace, facebook, linkedin, og osfrv og thar ætla ég lifa mínu social lífi í ellinni. hlakka til ad sjá ykkur thar?

miðvikudagur, október 03, 2007

ekki var þetta nú falleg fyrsta færsla í ár. nú ætla ég að bæta mig og til þess að þetta komi ekki fyrir aftur þá þarf ég víst að skammta hversu mikið má fara niður í maga í einu. það telst víst ekki eðlilegt að maður geti borðað svo mikið að maginn tútni út um marga tugi sentimetra.

annars fór ég út að hlaupa áðan - hljóp heila tvo kílómetra sem er tveimur kílómetrum meira en ég hef gert í mörg ár. þetta tók mig í allt 13 mínútur, fjóra hlaupastingi, brauðlappir, ógleði og hnéeymsli. ég stefni að vera kominn upp í þrjá kílómetra fyrir jól.
það gæti þó verið að ég hafi verið svo aumur hlaupari í dag vegna þess að ég er hor í nös og er alls ekki upp á mitt besta. ég held ég hafi ekki verið svona langtímakvefuð eins og ég er núna síðan ég var 12 ára og með lítil brjóst. kenni ég því um að ég þurfti að vera viðstödd próf í brussel í síðustu viku þar sem verkefnið, sem ég fæ borgað fyrir að vinna við, var spurt spjörunum úr - ég kom til baka með rifnar nasir og horstreymi úr nös jókst um 1 dl/tíma á þessum hræðilega degi.

jæja... úff - mér þykir ansi erfitt að skrifa þetta blogg... ég er svo líflaus. vona að það gangi betur með tímanum. ætla að reyna að halda þessu við svo lengi sem hún svanhildur heldur sinni við - það var díllinn.