mánudagur, mars 27, 2006

halló.
aetla ad skrifa smavegis thar sem eg a enntha fimmtan minutur eftir af nettimanum. er komin til mexico city og er enntha afar bleik og hugguleg. fyrirlesturinn minn sidasta fostudag gekk alveg agaetlega. fekk allaveganna hros fra nokkrum karlbjanum. thad segir nu kannski ekki mikid. their vilja natturlega vera nice vid ungu konuna. enda vorum vid bara tvaer kellur sem heldu fyrirlestur ad mig minnir og svo var eg lika yngst. svo their verda nu ad vera godir vid grey eins og mig.
fékk reyndar alveg afar einkennilega spurningu eftir fyrirlesturinn og panikadi. gat thess vegna ekki sagt manninum ad thetta vaeri heimskuleg spurning. sagdi bara ad ég vissi ekki. en svona er thetta... fekk samt lika god komment og nafnspjald hja einum sem er svaka hot shot! a ad meila honum thegar eg kem heim.
legg af stad heim til dene a morgun og hlakka svakalega til. thetta er samt búid ad vera hreint ágaett. verst ad hafa ekki getad notid lífsins vid sundlaugarbakkann meira en eg gerdi. er ennthá eins og skrímsli med rauda flekki útum allt og er einhverskonar húdskrímsli. húdflyksur útum allt. í stadinn hef ég drukkid bjór... jürgen hinn thýski alltaf til í einn slíkan og svo fann ég líka tvo saenska unga menn finnst skemmtilegt ad stunda slíka idju. skemmtilegt ad segja frá thví ad annar theirra spurdi hvort ég vildi koma í háskólann hans og halda fyrirlestur um thetta sem ég hélt hér... gaman. svo thetta hefur nú ekki verid svo slaemt eftir allt saman.
jaeja... nu er timinn ad verda buinn... skrifa kannski meira um mex og homma- og lesbiuhverfid sem eg dvelst i thegar heim er komid...
ást og hamingja til ykkar...
kristjana

þriðjudagur, mars 21, 2006

hello, hello...
er nú komin til mexíkó á rádstefnu. búin ad eiga agalega threytta daga undanfarid. lagdi af stad frá árósum á laugardagsmorgun og fékk mjög skrautlega gjöf frá sterling... fluginu okkar til amsterdam seinkadi um fimm tíma. thetta vard til thess ad vid misstum af fluginu okkar til mexikó. jibbí. ég var nú samt jákvaed og hugsadi med mér ad thad vaeri nú ekki svo slaemt ad eyda einu kveldi í amsterdam. hótelid sem okkur var hent á var hinsvegar midt i ingenting sem gerdi manni hálf erfitt fyrir ad komast fram og tilbaka nidrí bae. svo ég eyddi kveldinu ásamt jurgen hinum thýska vid bjórdrykkju á mjög svo furdulegu hóteli. hefdi vel getad verid tökustadur í einhverri david lynch mynd. hinn thýski kom mér skemmtilega á óvart thar sem ég hef alltaf verid skíthraedd vid manninn og fundist hann alveg hreint einkennilega og óthaegilega thýskur. anyhow... kom sem sagt 24 tímum of seint á áfangastad eftir allskonar skemmtilegar uppákomur. og nú sit ég hér á hótelinu - bleik í framan, í bleikum hlýrabol, bleikri peysu, med bleikan háls og bleika bringu. skrópadi nefnilega í fyrirlestrarrunu dagsins og naut lífsins í sundlaugargardinum... endadi sem brunarúst og ég held ad thad verdi öllum ljóst í kokteilpartíinu í kvöld hver valdi afslöppun í stad óendanlega deilanlegar hendingar og fjármálatölfraedi... madur passar upp á ad hafa goggunarrödina í lagi. thad er bara kúl. reyndar skrópadi jurgen líka og tjilladi í sólinni. vona naestum thví ad hann sé jafn skemmdur í andlitinu og ég svo ég geti verid skömmustuleg med einhverjum. nei, nei - ljótt ad segja og thetta er heldur ekkert til ad hafa áhyggjur af. tharf ekki ad vera med sammara lengur, enda er eva ekki á stadnum og thad sem meira er thá er hún formlega séd ekki leidbeinandinn minn lengur. i am my own boss. aetla ad taka thessu afar rólega hérna og ekki pína mig til ad hlusta á of mikid af einhverju sem ég skil ekkert í og hef engan áhuga á. sem er reyndar meirihlutinn af rádstefnunni!!!
jaeja... best ad haetta ad tölvast svona og reyna ad byrja ad undirbúa fyrirlesturinn minn.
luvs&knúses...
kristjana

þriðjudagur, mars 14, 2006

lítið ritað á þessa aumu síðu á þessum köldu vetrardögum. tíminn er að breytast. hann er bæði betri og verri. hið góða er að ég er búin að endurheimta mína ástkæru tölvu. hún var tékkuð út af betrunarhælinu í síðustu viku. ekki leiðinlegt. hún er samt í einhverri fýlu út í mig. líklega vegna þess að ég hef engan tíma haft til að leika við hana síðan ég náði í hana síðasta fimmtudag. tók sig til og slökkti á sjálfri sér í gærmorgun mér til mikillar undrunar. kannski af því að hún hélt að ég ætlaði að leika mér við hana allan daginn en rétt klappaði henni í korter. fékk ég smá pirring í heilan minn vegna þessa... maður veit aldrei hvað læknarnir á hælinu hafa gert við greyið.... tölvulufsur.
talandi um tölvur. nýja vinnan búin að splæsa í nýja tölvu sem ég á að nota þar sem ég er búin að vera í slímugu veseni með núverandi maskínu. hún er svo aum að það líður alltaf yfir hana þegar mig langar að kíkja á öll gögnin mín í einu. reyndar var keypt nýtt ram handa henni en það var víst ekki hægt að nota og eina ramið sem hún getur notað er eitthvað viðbjóðslega dýrt... kostar sirkabát eitt stk tölva... en þetta er allaveganna allt að koma núna.
annars gengur lífið sinn vanagang hér í fjárhúsum. búin að bralla og malla allt og ekkert síðustu vikuna. helstu fréttirnar eru að nýtt æði hefur gripið um sig á klostergade - ristað brauð með hnetusmjöri og sultu. lifi svona mestmegnis á þeirri fæðu þessa dagana. hef nú samt fengið smávegis eðlilegan mat. fór út að borða svakalega góðan mat í síðustu viku og eldaði líka handa dísu og frú krótíu... maturinn var meðal annars matreiddur með hnetusmjöri. love it, þó svo að rétturinn hafi verið dálítið dularfullur. annars er hangs og hygge bara venjan. tónleikar og mörgæsamynd. mörgæsamyndin var afar skemmtileg, fögur og áhugaverð. magnaðar þessar mörgæsir. ég hló einstaklega mikið en tók líka andköf þegar skrímslaselurinn var að gæða sér á litlu dúllunum. fékk líka næstum því tár í augun þegar mörgæsaungarnir fóru til guðs. já, maður er svo viðkæmur og svo mikil tilfinningavera :-) en ég var allaveganna í himnesku skapi þegar ég kom út úr bíóinu. brosti hringinn.
jæja... nenni ekki meir. er alveg komin úr æfingu að skrifa á þessa síðu. þetta tók alltof langan tíma... sem var ekki venjan hér áður fyrr.
eins og sjá má er þessi texti skrifaður klukkan átta tuttugu að morgni til. ja hérna hér. held ég verði meiri morgunálfur með hverjum deginum. aldurinn aldeilis farinn að segja til sín.
jæja. nú ætla ég að reyna að koma mér af stað í vinnuna. tölfræðast smávegis og tala við sjálfa mig í smá tíma. er nefnilega byrjuð að æfa mexíkó fyrirlesturinn
er svo sjúklega stressuð yfir þessu að ég byrja bara að titra og skjálfa þegar ég þarf að kynna mig fyrir sjálfri mér.... my name is kristjana.... hjartsláttur... sviti.... dauði...

kristjana

mánudagur, mars 06, 2006

thynnkuhelgi...

ég er øll ad braggast eftir erfida sídustu viku. bestu fréttir sídustu daga voru thær ad tryggingarnar vilja endilega fá ad borga vidgerdina á tølvunni minni sem er adeins sirkabát 7500 danskar krónur!!! rooosalegt. fékk vægt sjokk thegar ég fékk ad vita hvad thetta kostadi en hoppadi hæd mína thegar tryggingarnar samthykktu ad borga. svo vonandi fæ ég vin minn aftur fljótlega... hlakka ekkert smá til. er alveg lost svona tølvulaus.
annars var helgin bara mjøg notaleg. hlustadi á anders litla spila afar fína tónleika á føstudaginn. eftir thad vard ég afar mikil partístelpa og drakk thúsund drykki í útgáfupartí hjá under byen. vard alveg ómøguleg daginn eftir og minnid var eitthvad takmarkad á laugardagsmorgni. fuss og svei. hvenær ætlar madur ad læra? ég thurfti samt vodalega á thessu ad halda eftir erfida sídustu viku... vill ég meina. en kannski ekki á samviskubiti daudans sem fylgir thynnkuvidbjódi.
thess vegna fór laugardagurinn í thynnku og samlokur med osti og sultu allan daginn... og smá bjór. gerdi ekki mikid annad um helgina. setti í eina ostakøku, gúffadi, setti upp nýjar gardínur, fór í fínan og langan gøngutúr í fallega sunnudagsvedrinu sem heimsótti árósa. blár himinn og fagur snjórinn... nú dembir nidur enn meiri snjó og held ég hreinlega ad ég hafi aldrei upplifad annan eins vetur hér í danaveldi. er ordin fullthreytt á thessu og bíd spennt eftir blómum í haga. ég verd thunglynd ef thad verdur ekki komin smá vottur af vori thegar ég kem heim frá mexíkó. já, mexíkó eftir minna en tvær vikur og ég er strax farin ad hlakka til ad koma heim!!! svo spennt er ég :-(
jæja... núna ætla ég ad fara ad gera eitthvad af viti svo ég geti farid heim med góda samvisku í dag. ætla nefnilega ad eiga huggulegan dag - út ad borda og meiri ostakaka.... ekki nema von ad ég sé ad safna kílóum....
ást og hamingja til allra...
kristjana

föstudagur, mars 03, 2006

vikan sem leid

lífid mitt er frekar púkalegt thessa dagana. allaveganna á daginn. djøfuls vinnudruslan. fyrstu vikurnar var ég á skrifstofu med fjórum ungum konum. gott og vel. í vikunni kom hinsvegar ein konan og sagdist ekki thola lyktina af mér :-) ilmvatnid sem ég notadi væri svo thungt ad henni væri bara óglatt allan daginn! kellingin er reyndar ólétt og svona... svo sagdist hún einnig vera viss um ad thad væri reykingarlykt af yfirhøfnunum mínum. gott og vel. hormónarnir alveg ofvirkir. nema hvad. hún bad mig ad vinsamlegast geyma yfirhafnirnar mínar fram á gangi og hætta ad nota ilmvatn og passa uppá ad ég lyktadi ekki af neinu. hmmm.... jú, einmitt. ég ætla ad thvo øll føtin mín svo thau lykti ørugglega ekki af ilmvatni, hætta ad nota ilmvatn fyrir fullt og allt, aldrei fara á bar eda kaffihús med reyk á og banna reykingar á heimili mínu. bara fyrir hana. yeah right. sagdi henni bara ad hún gæti ekkert ætlast til ad ég breytti mínu lífi bara af thví ad henni sé óglatt. fuss og svei - hvad ég var pirrud. ég sagdi ad eina leidin væri ad ønnur hvor okkar myndi flytja, thví ég ætladi sko aldeilis ekki ad breyta einu né neinu. ekki nóg med thad... thá virtist hún í fyrstu ætlast til ad ég taladi vid bossinn og thá sagdi ég ad thetta væri sko hennar vandamál og hún gæti bara gert thad sjálf. sídan talar hún vid bossinn og svo ég.... og svo bidur bossinn gerdu skringsli um ad skipta um pláss vid mig sem gerda mjøg svo skiljanlega vill ekki. endar á thví ad mér er trodid inní stúdentaherbergid thar sem nú sitja átta manns. jíha! thad versta er ad bossinn leggur thetta thannig upp ad thad sé ég sem vilji skipta um skrifstofu af thví ad thad var svo thrøngt thar og svo dimmt!!!! einmitt. hef aldrei minnst einu ordid á thad. ótholandi svona... langt frá thví ad vera sannleikurinn. helvítis bossaleikfimi og helvítis óléttar danskar kellingar. hún er reyndar alveg fín held ég thessi drusla... en ég ætla samt ad hugsa illa til hennar. allaveganna í nokkra daga. svo nú er ég alveg í himneskri adstødu hérna í vinnunni og allir skrifstofufélagarnir halda ad ég hafi bedid um ad fá stædi inní stúdentaherberginu og thar med minnka theirra pláss um heilan helling. allir gladir... eda ekki. æææ... og ég á ekki einu sinni hillu hérna.

svo ég er bara alveg sjúk í ad helgin sé ad koma. get ekki bedid. er ekkert búin ad gera sídan ég flutti á nýju skrifstofuna af thví ad thad er eitthvad thykkildi í mallanum mínum. annars fagnadi ég helginni adeins í gær med thví ad elda vel heppnadan mat og drekka hvítvín. helgin á vonandi eftir ad vera svaka notó. í kvøld er ég ad fara ad hlusta á ungan dreng spila á gítarinn sinn og á morgun ætla ég kannski ad fara á chicks on speed... veit samt ekki alveg hvort thad sé thess virdi ad eyda 200 dkr í thessar klikkudu kellingar.
annars er ekkert nýtt. nema jú... svara svanhildi... kem til íslands um páskana í heila viku. ætla medal annars ad verda 30 ára á fróni.
jæja... góda helgi ljúflingar....