föstudagur, maí 26, 2006

helló helló. var í englalandi í síðustu viku og helgi og var það alveg hreint fínt. bauð uppá allt - gleði, drama, drykki og peningaeyðslu. vaknaði klukkan fjögur á miðvikudagsmorguninn til að taka rútuna til billund. alveg hreint frábært að byrja ferðalagið á tveggja klukkustunda svefni. miðvikudagurinn var sem sagt svolítið súr og ekki varð hann betri við að þurfa að bíða eftir hinum ferðalöngunum sem komu með öðrum flugvélum. en allt endaði vel og við dænuðum indverskt, horfðum á fússara og drukkum drykki. svo hittum ég og harpa frænka hrafnhildi golfballerínu og fórum í nokkra drykki og á vel heppnaða opnun starbucks sem gaf okkur ókeypis mat, drykki, tyggjó, andfýlumintur og tja... allt sem við hreinlega vildum. það var gaman. fórum svo út að borða á agalega skemmtilegan stað sem ég man ekki hvað heitir... babusa eða eitthvað svoleiðis. mmm mmm mmmmmm... svo var skautað á atp hátíðina sem var mjög skemmtileg. tónleikarnir sem stóðu uppúr voru án vafa teenage fanclub og the decemberists... jú og herman düne... dinasaur jr. var líka að gera góða hluti en ég náði bara að sjá þá í smá tíma vegna þess að ég var svo óhugnarlega þreytt. annars sá ég ekkert of mikið af tónleikum. frekar glatað. var mikið í huggulegheitum þar sem spil&rauðvínstímarnir stóðu uppúr. en allaveganna... ég ætla aftur á þessa hátíð. alger snilld. spilasalur (sem ég eyddi doldlum tíma í), go cart, sundlaug, unaðslega tónlist og mikið um hygge. það var samt allt annað en hress kristjana sem flaug heim til danmerkur á mánudagskveldið. sjitturinn titturinn hvað ég var þreytt og tussuleg og hvað ég var glöð að komast heim í mitt eigið rúm og vakna án þess að vera umkringdur billjón manns. úff... erfitt var það. en samt svaka gaman.
nú er bara komin helgi aftur. ég búin að vera hálfgerður laslingur alla vikuna plús að vera alltaf óglatt útaf þessu helvítis pensilíni sem ég er búin að vera að taka. oj. er líka komin með útbrot út um allan líkamann sem eru allt annað en fögur.... líka útaf ljóta pensilíninu. er það hundleiðinlegt. þetta fækkar all svakalega hverju maður getur klæðst, því ekki vill maður sýna mislingalík útbrotin á bringunni og höndunum. rúllukraginn er málið.
jæja... læt þetta duga í bili. um helgina ætla ég að rúlla mér til álaborgar og halda uppá stórafmæli andersar. líf og fjör... og stress.
ást&hamingja...
kristjana

mánudagur, maí 15, 2006

hún var nú ekki ómöguleg thessi langa helgi. byrjadi med sól, sumri, raudvíni og sumarsalati heima hjá mér. svo var haldid á tónleika sem voru ad drepa mig fyrst um sinn. óhugnarlega leidinlegt... en sem betur fer var sídasta hljómsveitin... zu frá ítalíu - alger snilld. aldrei heyrt neitt líkt thessu ádur. svona blanda af fríjazzi og rokki. brjáladur trommari, bassi sem mér fannst hálfgerdur metal-bassi og huges saxófónn. frekar skuggaleg tónlist - samt mjög svöl. hefdi alveg getad átt heima í einhverri david lynch mynd. föstudagurinn var líka mjög notó. fór á romance and cigarettes. mér fannst myndin mjög fín. svona blanda af drama og söngleik... sem mér fannst agalega skondin.
svo nádi ég líka ad stúta sex af sjö raudvínsflöskunum sem ég fékk í gjøf eftir doktorsvörnina. vel ad verki stadid. sat út á svölum fram eftir kvöldi á föstudaginn og vard typsí. i love being typsí! einnig leigdi ég fimm dvd svona til ad kvedja litla antik sjónvarpid mitt vel og vandlega. fæ nefnilega nýtt, flott og stórt sjónvarp í vikunni.... svona eins og allir íslendingar verda ad eiga - flatskjár og widescreen. ad veruleika vard endurkoma oc inní líf mitt, en thessa unglingasería er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég ekki séd hana í alltof langan tíma. leigdi svo líka kika (pedro almodóvar) sem ég hef ekki heldur séd í ár og öld. hló mikid og vel. og svo the life aquatic with steve zissou (wes anderson)
sem var alveg mjög einkennileg en skondin. elska bill murray. á reyndar eina eftir.... bad education aka dårlig dannelse aka la mala educación (pedro almodóvar). helgin hélt svo bara áfram med ýmiskonar huggulegheitum... meira raudvín, bjórsopar, grænmetisréttir malladir úr nýju fínu grænmetisréttabókinni minni, sunnudagsbjór med nokkrum af samferdamönnum mínum (til englalands) og svo var mikid sofid.
thessi listi var gerdur til ad sýna hversu óskaplega mikid ég slappadi af um helgina og verd ég ad segja thad ad ég var hreinlega búin ad gleyma hvernig sú tilfinning var. hún er yndisleg og fær væntanlega ekki ad fljóta aftur um líkama minn fyrr en einhverntímann seinnihluta júní. alltof mikid skipulagt kaos næstu vikur.
jæja... ætla ad drífa mig til sjúkró sem ætlar ad gefa mér rafstud í løppina. alltaf gaman í rafstudunum. vonandi fara thau ad hjálpa eitthvad til brádum. er ordin ansi threytt á ad vera kristjana fatlada.
luv

fimmtudagur, maí 11, 2006

nú er ég í vinnunni sem gerir mig soldid pirr-pirr. tølvan mín er med ógurlegan hávada og pirrar thad fólkid á skrifstofunni minni. svo mikid ad í gærkveldi sløkkti einhver á henni án thess ad spyrja mig. thad var einmitt frekar leidinlegt thví ég var einmitt búin ad setja keyrslu í gang ádur en ég fór heim vegna thess ad hún tekur soldid langan tíma. gaman ad koma í vinnunna og allt týnt. nú er tølvan byrjud ad reikna aftur. mér líkar thessi vinnustadur ekkert sérstaklega vel thó svo ad verkefnin mín gætu ordid skemmtileg.
annars hef ég ekki mikid annad til málanna ad leggja. ljud tónleikar í kvøld , frí á morgun (stóri bænadagur) og afsappelsi um thessa afar ljúffengu helgi. vonandi verdur gott vedur fyrir grill, kubb og hvítvín.
annars gleymdi ég alveg ad segja frá hversu sérlega heppin ég er alltaf hreint. í doktorsvørninni minni var ég afar fínum turquoise
skóm sem ég keypti á einhverjum flóamarkadi í vetur. thegar ég var búin ad halda fyrirlestur í svona sirka 20 mínútur... haldidi ekki ad sólinn hafi byrjad ad losna af skónum og hællinn (sem var samt ekkert mjøg stór) byrjadi ad skellast í gólfid. kunni ekki vid ad fara úr skónum í midjum doktorsvarnarfyrirlestrinum og lét sem ekkert væri. svo í vørninni eftir fyrirlesturinn.... thá vard thetta verra og ég thurfti ad draga løppina á eftir mér uppá "svidi". agalega hallærislegt og pirrandi á medan á thessu stód... gat ekki leitt thetta hjá mér... en fannst ég engan veginn geta verid á táslunum á svona virdulegum degi.... samt fyndid eftirá. nú eru thessir fínu skór sem ég keypti á 100 kall sem sagt ónýtir... kostar ørugglega meira en 100 kall ad láta laga thá.
nú ætla ég ad gera eitthvad viti svo ég geti heilsad uppá løngu helgina med gódri samvisku.

mánudagur, maí 08, 2006

kristjana hin nýja talar frá cfin. takk kærlega fyrir hamingjuóskakvedjurnar á føstudaginn. ég búin ad fá gráduna mína og allt alveg ferlega ágætt bara. ekki leidinlegt ad nú skuli vera komid sumar og hamingjan svífur alveg yfir manni. og ekki er thad leidinlegt fyrir familíuna ad ná svona fínum sumardøgum hér. er allaveganna búin ad hafa thad mjøg notalegt sídustu daga. eftir vørnina voru smá drykkir í skólanum og snarl sem dorte, solveig og fjølskyldan voru búin ad græja. svo fór ég, fjølskyldan og nokkrir vinir mínir út ad borda og var thad alveg mjøg fínt thrátt fyrir ad ég hafi nokkurn veginn verid daud í hausnum af threytu og stressi sem var ad reyna ad komast út úr líkama mínum. thad tókst greinilega ekki thví ég vaknadi rétt fyrir átta á laugardagsmorgun. svo var tjillad med fjølskyldunni sem endadi í heljarinnar grillveislu hjá andra frænda... mmm... kvøldid endadi svo á ad ég fékk ljótasta marblett í heimi nedst á bakid - næstum thví á rassinn - eftir slagsmál vid frænda og dorte sem vildu ekki leyfa mér ad fara heim um nóttina. já, já... er komin í vinnuna aftur eftir viku pásu. ætla ad reyna ad vera dugleg frá og med núna. ný og betri kristjana er mætt til leiks. verd hreinlega ad gera eitthvad af viti hérna ádur en ég hendist til london í næstu viku... jøøøøø... er svo spennt.
jæja... allt bú í bili.
luv,
krissa

fimmtudagur, maí 04, 2006

stóri dagurinn er á morgun. fokk, shit, fokk. er búin að blóta meira en nokkru sinni fyrr síðustu daga. stressið... já, ég er góð í því. fjölskyldan á leiðinni til fjárhúsa með lestinni og ég hér heima og stari út í loftið því ég er búin að uppgötva að ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að undirbúa mig fyrir þetta. held það sé ekki hægt. fyrirlesturinn er allaveganna nokkurnveginn reddí og svo vona ég bara að ég fá ekki panic attack í spurningarflóðinu eftir hann. kvíði fyrirlesturinum lítið en vörnin er höfuðverkurinn. ég er einmitt með höfuðverk í dag í tilefni morgundagsins og er búin að nota mest allan daginn í svefn. einnig má búast við að ég fái ælupest í nótt því ég er svolítið seinheppin og er viss um að ég hafi smitast af þessu ógeði síðasta sólarhring. hann anders litli er nefnilega með gubbupest. huggulegt.
annars hef ég lítið annað að segja enda er líf mitt búið að vera einstaklega leiðinlegt undanfarið. hlakka ekkert smá til að klára þetta... og vona ég alveg óskaplega mikið að ég standist allt saman án þess að líta út eins og hálfviti. á laugardaginn ætlar ný og fersk kristjana að vakna. allir eru velkomnir til að styðja mig á morgun. líklega þá í anda flest ykkar.
luv,
kriss