miðvikudagur, janúar 09, 2008

hæ kæru rumputuskarar... þið eruð þær einu sem kíkja hingað á þriggja mánaða fresti.
ætla að byrja á að óska ykkur til hamingju með nýja árið.

það er ekki búið að gerast mikið á þessu nýja ári, nema að ég er einum endajaxli fátækari. ég þoli ekki tannlækna og ég fæ ógleði í höfði og hjarta við að heimsækja svona lækna.
þar sem ekkert er búið að gerast síðan síðast ætla ég bara að skrifa allt uppáhalds frá síðasta ári. ég man reyndar ekkert sérlega mikið eftir því ári.

janúar: þokukennt.... man ekki.
febrúar: fór til englands.
mars: flutti í nýja íbúð með andrési önd.
apríl: varð ári eldri.
maí: ljótur, vondur og sorglegur mánuður. fór líka til berlínar að vinna og keypti fínar plötur.
júní: vinnuferð til spænska landsins sem var framlengd í rómantíska helgarferð þar sem við vorum vakin um miðja nótt af því að það kviknaði í hótelinu okkar. svalur götustrákur reyndi að ræna mig en ég er ótrúlega snögg og hélt minni tösku. á móti kom að taskan rifnaði í tætlur og ég fékk marblett. brúnan með grænum keim.
júlí: tvo fínustu brúðkaup á íslandi. sumarfrí í dene með engri sól, en samt rauðvíni og notalegheitum á svölunum. mamma og hildur komu líka í heimsókn - sem var mjög gaman.
ágúst: man ekki hvað gerðist þar.
september: hmmmmm.....
október: hann kom ekki í ár.
nóvember: hmmm..... tengist eitthvað jólunum.
desember: jólastress og ógleði. eyðsla. át - græddi rúm 5 kg. fór þess vegna á bólakaf.

ætli þessir haustmánuðir hafi ekki verið eitthvað vinnusamlegir. samt ekki vinsamlegir. fór t.d. til brussel í próf hjá eu. ógeð leiðinlegt.
ekkert sérstaklega markvert ár. samt fullt af notalegum stundum heima í kotinu. litlu góðu hlutirnir gera mann happí.


besta plata sem ég keypti: panda bear - prison pitch
bestu tónleikarnir: bonnie prince billie á vega síðasta vor
besta fjölskyldan: mín
besta myndin: man ekki - gæti hafa verið the science of sleep.

nýja árið mun líklega framleiða handa mér vinnuferðir til toronto og new orleans, vinkonuferð til berlínar, fjölskylduferð til íslands, 20-40 nýjar plötur, ást, hamingju, ljós í íbúðina mína, snúrusnilling til að redda snúrunum og gleði.
nýja árið ætlar að reyna að ræna þessum 10 aukakílóum líka. sjáum hvernig það gengur.

hafið það gott.