miðvikudagur, apríl 23, 2008

af hverju er gerða ekki búin að senda mér myndir af börnunum sínum?

ég átti afmæli um daginn. þá leið mér eins og prumpi sem komst ekki út. var með innilokunarkennd inní sjálfri mér - bara útaf aldrinum. í dag er ég gömul kona. ung sál í gömlum líkama með unglingakærasta. afmælisdagurinn er líklega sá markverðasti af þessum annars indælu vordögum. ég elska að opna pakka og ég fékka nokkra afar velheppnaða pakka á deginum mínum. svo fékk ég líka "kro ophold" frá andersi mínum. svo heppilega vildi til að helgina eftir ellidaginn var sól og blíða í danaveldi. við gerðumst ofur-hress og fórum með hjólin okkar á kránna. þar sem við hreyfum okkur aldrei og gerum varla annað en að safna spiki og hrukkum (og ég safna árum), ákváðum við að hjóla frá skanderborg og þá voru þetta ekki nema 25-30 km. svo höfðum við það notalegt á kránni - drukkum öl, spiluðum backgammon og póker, borðuðum 300 g kjötstykki í kráarmat og fengum smá rautt. hressleikinn var ekki minni daginn eftir og hjóluðum við alla leið til árósa - heila 50 km. þetta er stórt afrek á mælikvarða kristjönu og ég vill helst ekki að fólk geri lítið úr þessum afrekum. kannski þetta sé byrjunin á betra og heilbrigðara lífi. spurning hvort maður fari í svona verkefni allar helgar í stað þess að setja heima í koju með rautt í glasi.

ég er í vinnunni núna og það er sól úti. ég er að leggja síðustu hönd á veggspjald sem ég ætla að kynna í toronto eftir tæpar tvær vikur. annars man ég ekki hvað hefur gerst hér í dene undanfarna mánuði. það eina sem ég man er að sf er á algjöru blússi g finnst mér þeir tipla á tám að miðjustrikinu. vont? kannski. svo týndi friðrik giftingarhringnum sínum einhverstaðar á hafsbotni en það er náttúrulega bara very old news. einnig má segja frá því að aab er efst í dönsku deildinni. brixtofte var sendur i "alvöru" fangelsi. þetta er það eina sem ég man að hafi gerst undanfarin misseri. svona er að vera orðin of gamall og gleyminn. og já - ég lærði nýtt danskt orð. pikfald. fannst það fyndið af því að ég er fimm ára.

áfram valur.