miðvikudagur, október 26, 2005

sveitta kristjana talar

lífið er búið að vera hálf hundslegt síðan ég kom frá íslandi. búin að vera svo veik og hef ég mínuslegan tíma til þess. hef svitnað mörgum kílóum undanfarna daga og virðist þetta ekkert ætla að hætta. ég gat ekki borðað í fyrstu, en svo kom solveig hin góða kom með mat handa mér. gott að eiga góða að.
svo fann ég sølvfisk við klósetthurðina mína. ég ætlaði ekki að trúa þessu. svo nú verð ég að eyða mörgum hundrað köllunum í allskyns varnir gegn þessum kvikindum. er mjög viðkvæm fyrir svona pöddum og er hrædd við dýr og svona viðbjóð almennt. hefur mig klæjað stanslaust síðan ég sá helvítis silfurskottuna. ég ætla hinsvegar að reyna að taka því aðeins rólegra en ég gerði hérna í denn þegar ég fékk silfurskottuheimsókn. þá varð ég nefnilega geðveik.

airwaves var frekar klén sem tónlistarhátíð. ætla ekki að fara mikið út í það, en ég er á leiðinni að skrifa kvörtunarbréf. djöfuls græðgi í þessum íslendingum að selja svona fáránlega marga miða. minnir að mitt armband hafi verið númer 4045. biðraðaógeð og ég sá ekki allt sem ég óskaði mér svo heitt. fyrir utan architecture in helsinki sem var alger snilld. bestu tónleikar sem ég hef farið á síðan deerhoof held ég barasta. þangað komst ég inn vegna þess að áfengisneysla á kvennakvöldi gerði mig freka og djarfa og ég svindlaði mér í röðina. svo voru nokkrar íslenskar afar fínar... svo fínar að í hausnum á mér heyrist endalaust no way jose... snilldarlag. verst að ég kann ekki lagið svo þetta er orðið svolítið þreytandi þarna uppí vitleysingahælinu krissuheila. flest annað var fínt. t.d. kvennkvöldið sem ég og systurnar slysuðumst inná. þar voru menn örlátir og gáfu rótsterka drykki, mat, smokka, rósir, happadrættismiða og leiðinlegar kellingar. æ. þreytist ég nú afar mikið og segi stopp.

mánudagur, október 24, 2005

go kjellingar...

til hamingju með daginn konur. vona að allir hafi verið með hausinn á réttum stað í dag. ég ætlaði að fara úr vinnunni eins og aðrar íslenskar konur klukkan 1408, en fór í staðinn heim klukkan 1300 vegna þess að ég er lasin. þessi helgi hefur eitthvað verið vond við líkama minn. lítið um svefn og mikið um ólifnað. svo var ég ekki heppnari en svo að ná ekki lestinni minni til árósa og svaf þess vegna í kaupamannahöfn. vaknaði klukkan rétt fyrir sex til að taka rútuna til árósa. æðislegt. nenni ekki að skrifa neitt.

miðvikudagur, október 19, 2005

við skulum pakka

ég get sagt frá því að ég er einstaklega töff á þessari stundu. sit hér með skítugt hárið allt út í loftið, maskara út á kinn, í rósóttum kjól, klóra mér í rassinum og bíð eftir að ég byrji að pakka í nýju 200 kr ferðatöskuna sem ég keypti á sunnudaginn í stórversluninni bilka þar sem úthverfarottur í öllum stærðum og gerðum eyða sunnudögunum í ógeðslega ljótum skóm.
ég er með rauðar varir, rauða tungu og rauðar tennur. ég er rauðvín. gott að eiga góðar vinkonur sem eru alltaf til í smá gleði þegar illa stendur á. ég er nefnilega að bíða eftir að einhver töfri hlutina í töskuna og einn, tveir og nú. var sérdeilis taugaveikluð fyrir nokkrum tímum síðan og með heildisfóbíu. nú lítur þetta miklu betur út. stærðfræðiáhyggjurnar hurfu eins og þegar gervidjöfullinn spreyjar glimmeri yfir helvíti. þær voru miklar áhyggjurnar í dag og ég svitnaði og lyktaði eins og alkóhólastirnir niðri við útidyrnar mínar. þetta gerðist þrátt fyrir að í rauninni ætti það að vera með eindæmum huggulegt í vinnunni. leiðbeinandinn var ekki á staðnum. þá á maður að svífa berrassaður um á grábleiku skýi og vinna eins og engill. ég er þó ekki berrössuð né ber að ofan í vinnunni. það myndi þó aðeins gíra gleðina upp í vinnunni ef allir væru berir á ofan. eða nei. það er ekki mikið um fagra karlmannskroppa í stæ. tek þetta til baka. allaveganna.. það er dýrðlegt þegar maður þarf ekki að sinna ljósritunarverkefnum, fara yfir heimadæmi fyrir prófessorinn (þrátt fyrir að ég sé búin með kennsluskylduna), kaupa blóm fyrir hana til að gefa akademískum afmælisbörnum og öðrum athyglisverðum ritarastörfum. það er satt og sannað að ég er í vernduðum barnaskóla eða máski ritaraskóla.
já, maður gerir margt annað til að láta tímann líða. spreða. afmælisgjafir. lánið er officialt búið og vel það. mikil sorg. sorginni bjargaði ég með að fara aðeins lengra í eyðslunni og keypti mér fínasta disk með caribou. alveg óvart. ég hlusta á hann núna. ég get hreinlega ekki farið inní badstue plötubúðina á horninu, án þess að kaupa eitthvað. er hætt að fara þangað inn bara til að skoða. í dag þurfti ég nauðsynlega að ná í diskana mína sem ég gleymdi hjá plötusniglinum bjørn í útgáfupartíi föstudagsins. ansans... var næstum búin að kaupa þrjá... hann bjørn er nefnilega afar góður sölumaður og er alltaf tilbúinn til að láta mann hlusta á eitthvað skemmtilegt.
á morgun er ferðinni heitið til íslands. vakna klukkan hálf sex í stað níu til að spara 250 dkr. á heimaslóðum ætla ég að kaupa íslenska osta, mýkingarefni, plúsdrykk með appelsínubragði, djúpur og nokkra bjórdrykki. jafnvel eitt skot og einn g&t. jú og borða hlölla um miðja nótt.
ég nenni ekki að pakka, það er enginn í tölvunnni og þess vegna skrifa ég um ekki neitt. nú eru bara nokkrir tímar þangað til að ferska konan stendur upp úr bólinu. nú skal þetta gerast.
faðmlög...

laugardagur, október 15, 2005

los vikos

sérhvern morgun kvíði ég fyrir að kíkja út um gluggann. ég kíki til að tékka hvort blái himininn sé ekki ennþá hjá okkur hérna í danska landinu. er svo hrædd um að grimma haustið komi bráðum með rigningunum og blásturógleðinni. í dag er allaveganna indælis veður eins og alltaf, blár himinn og ég er líka eilítið blá. ja ja ja... hvað er ég nú búin að gera af mér í vikunni. vikan gæti kallast barnavika þar sem ég hef tvisvar heimsótt lítil börn, t.d. glænýja tveggja vikna viggu louisedóttur. það er nú ekki oft sem ég hitti börn enda eru fáir vinir mínir foreldrar hér í árósum. en mikið eru þau nú miklar rjómabollur þessi börn. svo sæt, svo indæl. mary er líka búin að punga út einu barni um helgina og er danskurinn voðalega spenntur. svo er ég búin að fá eitt vægt taugaáfall, læra í fyrsta skipti heima fyrir spænskutíma, drekka nokkrar rauðvínsflöskur, fara í klént matarboð til stúlku frá tékklandi sem þreytir mig svo mikið af því að hún notar svo svakalegar handahreyfingar þegar hún talar. keypti mér líka eitt stykki kjól sem ég á örugglega aldrei eftir að fara í og fór svo í útgáfupartí hjá hljómsveitinni larsen og kreisí jane í gærkveldi. varð auðvitað tipsí, en kom mér ekki út í stórvægileg vandræði. gott mál. nú sit ég í bólinu mínu með tölvuna mína, hlusta á four tet, búin að drekka indælis kaffi, borða súkkulaði crossaint, lesa blöðin og reyna að komast út til þess að kaupa ferðatösku. það tókst sem sagt ekki, af því að það er sérdeilis notalegt í krissubóli.
svo er ég orðin svakalega spennt að komast heim. vona að ég nái að hitta alla familíuna og einhverja vinalinga. tíminn er nefnilega naumur og það er svo margt sem mig langar að gera og hlusta á. hlakka mest til að heyra architecture in helsinki, clap your hands say yeah og norksu poppdrottninguna annie. svo kíkir maður örugglega á jose gonzales... þó svo að ég sé nú búin að sjá hann og spænska gítarinn hans nokkrum sinnum. svo langar mig að heyra eitthvað rapp og hip-hop... kannski gefur maður mitchell brothers annan séns. voru samt ekki að gera mjög gott mót á hróarskeldu...
jæja nú ætla ég að fara og horfa á silvíu nótt og íslenska bachelorinn. guð blessi tölvutæknina og skjá einn fyrir netsjónvarpið, en púú á nettenginguna mína. mæli ekki með webspeed fyrir fólk sem býr í danska landinu.
góðar stundir...

mánudagur, október 10, 2005

klukks

alvaran byrjaði víst ekki í dag... og hef ég því ákveðið að búa til þetta klukk sem ég gleymdi... bara svona til að eyða tímanum hérna í vinnunni. svo vonast ég til að hún lascarpa verði við ósk minni að gera svona lista líka. hún er nefnilega svo skondin stúlka... eða konubarn... eða dama. hér koma svo nokkrar augljósar staðreyndir um mig. ekkert djúsí.

1. ég sé frekar illa. er með sirkabát mínus tvo, en nota hvorki lonníettur né linsur og það er ekki á dagskránni að fá mér slík tól. í raunveruleikanum er sem sagt allt minna en í mínum heimi þar sem hlutir eru stórir og feitir. svo ef ég svara já þegar þú spyrð hvort þú sért feit/ur, þá er það bara þess vegna. ég hef líka talið mér trú um það að mér þyki skemmtilegra að þekkja fólk út á götu út frá hreyfingum og fasi, en að sjá hvernig það lítur út. eini virkilegi ókosturinn við þetta er að ég fæ líklega fleiri hrukkur í kringum augun útaf píringum.
2. ég er sjónvarpssjúk. ég horfi á nánast allt í sjónvarpinu. allt frá alvarlegum heimildarþáttum, fréttaskýringarþáttum... til sería sem gera mann heiladauðann eins og o.c. og brengluðu húsmæðurnar. ég hef líka verið dugleg að fylgjast með þessum helstu sápum í gegnum tíðina, t.d. santa barbara, bold and beautiful, grönnum og guiding light. eina sápan sem ég get fylgst með hér í dene er bold & the beautiful aka glamour... hinar eru hættar eða hreinlega ekki sýndir í danska landinu. ég óska þess að ég geti búið til eina sápu einhverntímann í framtíðinni. raunveruleikasjóin er þó líklega það eina sem ég nenni ekki að horfa á... nema jú topmodel. elska það.
3. ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta... en ég er eiginlega manískur kvíðasjúklingur. kasta mér sem óð sé milli þess að vera sjúklega kvíðin og taugaveikluð og svo að vera þessi ofurrólega týpa sem er skítsama um allt, samt glöð og þá er sem ekki renni blóð í mínum líkama. mest kvíði ég fyrir framtíðinni, þá sér í lagi þessari nánustu. þegar fólk fer að spyrja mig útí hana, þá fæ ég risa ormakvikindi í magann og þarf að æla.
4. ég er með gleymsku- og tapsýki. þetta er einskonar fylgikvilli staðreyndar þrjú. afslappaða og dauða kristjana þarf ekki að hugsa og þess vegna gleymi ég öllu. taugaveiklaða lufsan hugsar alltof mikið og það að þurfa að muna eftir hlutum týnist bara í hausnum á mér. hef t.d. þurft að panta nýtt dankort að mig minnir fimm sinnum á þessu ári. sem dæmi má nefna, eiga kortin það til að týnast inní einhverjum bókum sem ég opna sjaldan eða jafnvel á barnum. stundum detta þau út úr töskunni minni án þess að ég taki eftir því eða þeim er stolið. ég þarf líka að fara að meðaltali 2-3 út um dyrnar á morgnanna. ég gleymi nefnilega alltaf einhverju. mér þykir samt merkilegt að ég enda alltaf á því að muna eftir því sem gleymt er... en alltof seint. æ. almennt er ég frekar utan við mig.
5. mig dreymir um að kunna á hljóðfæri. vildi óska þessa að ég hefði verið sett í eitthvað svoleiðis þegar ég var lítil. vildi líka óska þess að ég kynni að syngja af þvi að mér finnst það svo einstaklega gaman. ég er nefnilega með þeim laglausari í bransanum og á ég það til að hrella fólk með tónaflóðum mínum.

það mætti halda að allir þessir hlutir séu frekar neikvæðir, en svo er ekki. ég er nefnilega oftast frekar hamingjusöm manneskja. það eru bara litlir og ómerkilegir hlutir sem gera mig ánægða. t.d. lífrétturinn minn súkkulaði crossaint og cappucino, tilfinningin að vinna í lottói þegar ég slæ lán, kaup á geisladiskum, fara á tónleika, fara í bíó, tala, borða og leika mér með vinum og fjölskyldu... og margt, margt fleira....

lascarpa... kom nu! og já... skringsli líka.

sunnudagur, október 09, 2005

og svo... og svo... og svo...

alveg hreint ágætis helgi. melt banana var helvíti fínt. ótrúlega kúl þessir japanir... sér í lagi þessar kreisí japönsku kjellingar. örfá lögin fannst mér hinsvegar of melódísk... og varð þá hálfgerð dauðarokksstemmning... sem ég var ekki að fíla. svo var spilaður þynnkufótbolti á sólríkum laugardegi með góðu fólki. veðrið hér í dene er ennþá mjöög sömmerí. elska það. maður bara á stuttaranum að tjilla og leika. í gærkveldi fór ég svo í snilldar mat til andra frænda og þurý. foreldrar hans eru bestu kokkar sem ég þekki og það er nokkuð ljóst að drengurinn ætlar að feta í fótspor foreldranna. gríðarlega vel grillaðar nautalundir á webernum, bernais, kartöflur og salat. ekki oft sem maður fær svona alvöru mat hérna í danaveldi. ég er nefnilega hætt að elda. svo drukkum við rauðvín og öl og fórum í fússball í kjallaranum, töluðum við familíuna á skype sem var einmitt í mat hjá ofurkokkunum þóru og kjartani og kíktum á fyndin atriði úr woody allen myndum. fínasta kvöld og nú hefur verið ákveðið að spara skuli uppí nýtt sjónvarp og svona media harðan disk... eða hvað sem þetta nú heitir. eytt skal enn meiri tíma fyrir framan sjónvarpið í framtíðinni.
þannig var nú það. á morgun byrjar alvaran enn einu sinni. eða vonandi fæ ég hana til að vakna að nýju. nú skal vaknað snemma og unnið alveg ofboðslega mikið þangað til ég hoppa til íslands. ég er svooo spennt að komast heim og þangað langar mig að komast með hreina samvisku.

föstudagur, október 07, 2005

smeltede bananer

hæj og sjitt – það er kominn október. sálartiltektin er búin að toppa og ég er öll að koma til. átsýkin átti góðan þátt í uppgjörinu. hef ekki getað stoppað síðan á þriðjudaginn. það tekur mig mínútu að klára eitt snikkers. einn drakúlapoki á tveimur tímum. ég gaf manni einum óhugnarlegt augnarráð þegar hann tók síðasta besta hlauppokann. svo muldraði ég á íslensku að ég vonaði að hann myndi æla þessum hlauppoka. gott að hann var ekki íslendingur.

er hress og að verða of sein í matarboð. þarf að finna til eyrnatappana vegna þess að ég er að fara að hlusta á japanska støjmusik á eftir. melt banana it is og er máski af sama ættbálki og boredoms og lightning bolt. hlakka hnullungs mikið til. allt er gott nema að diskarnir mínir sem ég var að panta mér eru týndir útá atlantshafi. svo ef þið eruð á siglingu einhversstaðar þar... þá megiði veiða þá í netið ykkar ef þið sjáið þá, fimm stykki. sérstaklega wolf parade diskinn og new pornographers. annað græt ég eigi svo mikið. nú er ég orðin of sein í matarboð. blehess, dólgurinn.

fimmtudagur, október 06, 2005

ehemm...


í boði sirrí...

mánudagur, október 03, 2005

vesen

það veldur mér hugarangri að ég er vesenislingur. ókurteis og andstyggileg á köflum. kristaltært að góðu punktunum fækkar einstaklega með hverjum deginum. ég hef þess vegna enga löngun til að segja frá helginni minni í hnotskurn. hún innihélt tár, bros og takkaskó.

jákvæðasti punktur helgarinnar voru tónleikarnir með herra malkmus. ég gerðist meira að segja grúpppía enn einu sinni og talaði heillengi við herra kúl. hann var mjög notó. mér fannst hinsvegar púkó að hann spilaði ekkert pavement, þrátt fyrir að það hafi staðið á setlistanum. hinn jákvæði punkturinn var fyrrihluti laugardags. fórum á artí fartí listasýningu, og sáum m.a. videoverkið um það að hafa brúna sósu milli fingranna. þangað fór ég tipsí og glöð með leigara heila 150 metra (og sló þar með mitt eigið met í stuttum taxaferðum).
svo fór að halla undan fæti hjá minni. fór á junip tónleika og svo á jomi massage aka speaker bite me damen og fór svo heim til árósa. svo til óðinsvé á tónleika. jomi var kúl en jose gonzales ekki svo kúl. samt ágætur. bara doldið boring.

nú er svo komið fyrir mér að ég ætla að taka til í litla höfuðinu mínu, því þar er bara ógeð, slef og skítur.