sunnudagur, apríl 30, 2006

jösús hvað maður er einmana í undirbúningnum. þess vegna ætla ég að deila smá áhyggjum með dagbókinni.
ég er hrædd um að ég verði ekki með neinar framtennur í neðri góm að viku liðinni. eitt af stresseinkennunum er nefnilega að þegar ég er að stressa og einbeita mér þá þrýsti ég tungunni alltaf á framtennurnar í neðri góm og finnst mér nú eins og þær séu að losna og detti á endanum út. þá vitiði það.

hún eivor mín átti afmæli í gær. reyndi og reyndi og reyndi að ná í hana án árangurs. til hamingju dúllan mín ef þú lest þetta.
í dag er sunnudagur og mér líður engan veginn vel. er hreinlega að deyja úr stressi. komin með stressverk í allan líkamann, er með hausverk, illt í mallanum og ég veit ekki hvað og hvað. og ekki bætir úr skák að ég er ekkert búin að gera í mínum málum síðan á föstudagsmorguninn. þurfti nefnilega að fara í doktorsvörn hjá kim á föstudaginn sem hræddi úr mér lífstóruna. svo var mér boðið í málsverð um kveldið og var svo einstaklega heppin að sitja hjá yfirmanninum mínum (og leiðbeinanda kims) og andmælendum... jei, jei, jei. hafði ekki mikið til málanna að leggja þegar þeir ræddu networking og bransann allt kveldið. þetta þýddi náttúrlega bara eitt - rauðvín. það eina sem ég gat gert var að borða ógeðslega mikið og drekka mörg, mörg rauðvínsglös. fór þess vegna í partí eftir doktorsmálsverð af því að ég var í engu skapi til að fara heim með rauðvínið í blóðinu. þetta þýddi auðvitað þreytta kristjönu á laugardegi og úr varð að ég gerði barasta ekki neitt. sunnudagurinn byrjar heldur ekki vel. er of stressuð til að undirbúa doktorsfyrirlesturinn en það var einmitt verkefni dagsins. bora bara í nefið og hvíli mig til skiptis. úff... þetta er erfitt líf.
jæja... nú ætla ég að hætta að væla og finna mér einhver afstressunarverkefni.
ble ble...

mánudagur, apríl 24, 2006

halló. langt síðan síðast... búin að verða þrjátíu ára, fara til íslands, halda tvær afmælisveislur, fitna, fá stresskast og ýmis annars konar köst. einnig er ég búin að fá vafasamt eksem eða máski er þetta ofnæmi fyrir sjálfri mér sem 30 ára kona. maður veit aldrei. en kannski er þetta bara heita vatnið á íslandinu sem fer svona illa með mig. er allavegann ennþá með ljóta rauða flekki í andlitinu þó svo að aðrir líkamsflekkir séu að hverfa.
hmmm... erfitt að skrifa eftir svona langan tíma. man ekkert sem gerst hefur. það sem er ferskast í minni mínu er danska afmælisboðið mitt þar sem mér fannst ég vera alveg ágætlega húsmóðursleg. annað man ég ekki. rámar eitthvað í að ég hafi legið í læstri hliðarlegu allan laugardaginn og farið í bíó á sunnudaginn en er þó ekki viss. jú, á sunnudaginn fór ég líka hamförum í sudoku spili sem ég fékk í afmælisgjöf frá frænda. var ekki viðræðuhæf allan daginn.

ég veit hinsvegar að í dag er mánudagur og á þessum ágæta degi hef ég byrjað að undirbúa mig smávegis undir doktorsvörnina mína sem mun verða eftir sirkabát 10 daga. geri ég þetta heima í kotinu mínu og mér til mikillar gleði hefur sjaldan verið jafn mikill vinnufriður hér á bæ og nú.
má geta þess að ég er líklega eina manneskjan í öllum árósum sem fagnar verkfalli strætóbílstjóra alveg óskaplega mikið og styð þá heilshugar í baráttu sinni. ástæðan er auðvitað sú að mér er afar annt um strætóbílstjóra. verkfallið hefur einnig komið mér aftur upp á hjólhestinn minn sem hefur ekki hossast með mig undanfarna mánuði en síðast en ekki síst þykir mér einstaklega notalegt að þessir sirka tíu strætóar sem keyra yfirleitt í gegnum götuna hérna fyrir utan séu í hvíld. sem sagt enginn hávaði og þessa dagana vakna ég ekki klukkan um sex á morgnanna við brussuganginn í þeim gulu.
annað spennandi við daginn í dag er sólin en hitastigið er aðeins minna spennandi. einnig má nefna að ég skrifa glósur og vinn við undirbúning varnar með átján karata gullpenna. þykir mér það ótrúlega mikilvægt og spennandi og vonandi hjálpa karötin manni við duglegheitin. síðast en ekki síst ætla ég að óska sjálfri mér til óhamingju með að vera komin með peningamálin mín aftur í fokk. en svona er lífið víst ef maður er skotinn í skóm og elskar sjálfan sig aðeins of mikið.
jæja... mun líklega reyna að koma einhverjum myndum og bulli hérna inn á næstunni. enda þarfnast ég þess að taka langar og óþarfa pásur frá unirbúningnum.
dong...
kristjana

þriðjudagur, apríl 11, 2006

alveg merkilegt hvad tíminn lídur. apríl greinilega í kapphlaupi vid einhvern vitleysing. kannski mig. mér finnst ég bara nýkomin frá mexíkó, varla komin í vinnuna né búin ad thrífa íbúdina mína ádur en ég tharf ad rjúka til íslands. nenni thví varla en ég veit ad thad verdur líf og fjör thegar madur kemur. annars er ég bara búin ad hafa thad notalegt undanfarid... svona fyrir utan vinnuna sem er ekki ad gera gott mót thessa dagna og einnig mætti thessi daudi fótur sem ég á alveg lifna vid. er búin ad fara til sjúkrathjálfara sem vill ad ég geri billjón æfingar á dag svo vödvarnir mínir geti farid ad tala aftur vid taugarnar. er ordin fullthreytt á thessu. búin ad vera svona í tæpa tvo mánudi brádum og nú segir sjúkri ad thetta geti vel tekid tvo mánudi til vidbótar. ekki gaman ad labba um eins og spassi alla daga og geta ekki hreyft sig.
annars ekki mikid nýtt nema ad ég er ad fara ad skrifa undir thriggja ára samning hérna í vinnunni. ekkert nema gott um thad ad segja. einnig má segja frá thví ad um helgina var haldid afar fallegt og skemmtilegt dömuteiti med hanastélum og látum. ég var gestgjafi og hef ekki fengid fallega strauma senda frá nágrönnum mínum sídustu daga. kannski ekki skrýtid. thad var allaveganna fjör. fór líka á tvær bíómyndir á laugardagskveldid - tælensku bangkok loco og dumplings frá hong kong. dumplings var vægast sagt vidbjódsleg. fjallar um ad thrá eilífan ungdóm og ad vidhalda ungdómlegri fegurd. hér eru thad manneskjufóstur sem gera gæfumuninn... jökk jökk. samt gód mynd og fullt af flottum "myndum í myndinni". bangkok loco var hinsvegar ein sú allra undarlegasta mynd sem ég hef farid á. blanda af löggumynd, musical, horror og grínmynd.... med teiknimyndaívafi. frekar léleg mynd thó svo ad thad sé reyndar langt sídan ég hef hlegid svona mikid í bíó... og thad voru fleiri. einn ungur drengur datt á gólfid í bíóinu af thví ad hann hló svo mikid... já, já... allaveganna fjallar myndin um trommuleikara sem er á flótta undan lögreglunni vegna thess ad hann vaknar skyndilega med leigusalann sinn ordinn ad hakkabuffi á gólfinu hjá sér og hakkabuffid formad sem líkami... svo blandast inní flóttann hinn heilagi bardagi milli trommudjöfulsins og trommara guds, táningaást trommara, tíu fullnægingar og samband theirra vid hinn heilaga bardaga... og margt, margt fleira. agalega heimskulegt allt saman - en skondid.
nú er klukkan ordin tíu og ég ætti nú ad reyna ad vinna svolítid í dag svona sídasta daginn fyrir páskafrí. á morgun fer ég til íslands.
gód páskaegg og góda frídaga.

mánudagur, apríl 03, 2006

helló. yndislegt í danaveldi. mætti rétt uppúr midnætti á midvikudaginn í kotid mitt eftir sérlega threytandi 24 tíma ferdalag. fékk bjór og lá eins og skata í sófanum mínum. bordadi líka ost. ég fékk mér líka ost í amsterdam. ég var svo svöng ad ég hamstradi sirkabát 200 grömm af smakk-osti í ostabúdinni. fyrst fór ég inn í hettupeysu. næst í engri peysu - samt ekki nakin. svo med hettuna á hausnum og húfu. svona til thess ad ég yrdi ekki gómud hlandvolg.
í mexíkó skodadi ég píramíta, agalega fínt mannfrædisafn, einkennilegt fólk, fór í túristastrætó, skodadi hús og rölti um götur borgarinnar eins mikid og fóturinn minn leyfdi. hann er nefnilega hálf daudur greyid. sídan drakk ég líka öldrykki thegar mér leiddist. ég thvældist um í metró. fékk ad vita ad thad hafi ekki verid thad skynsamlegasta. en hvad á madur ad gera? fólk búid ad segja ad madur mætti helst ekki taka strætó, nema vera 100% viss um hvert hann færi og hvar madur ætti ad fara út. thad er vegna thess ad krimmarnir eru duglegir ad ræna strætóum í the danger zone og fátækrahverfunum. svo má madur heldur ekki hoppa upp í hvada leigubíl sem er... samt líta their allir eins út. madur verdur ad láta hringja í löggiltan leigara thví annars á madur í hættu ad leigubílsstjórinn aki med mann til skuggalegu vina sinna sem ræna mann. já, já... veit nú ekki hversu mikid er til í thessu... en ég stundadi sem sagt metróinn - enda thykir mér slíkt kerfi einstaklega thægilegt notkunar. sér í lagi thegar madur hefur stuttan tíma í stórri borg. í thau sirkabát tíu skipti sem ég tók metróinn á thessum tveimur sídustu dögum sá ég thrjá adra túrista eda ekki mexíkanalega menn. thad var líka oft óthægilega mikid vera ad horfa á mann eins og madur væri kreisí. sér í lagi thegar ég uppgötvadi ad ég sat ein í vagni med sirka fjörtíu karlmönnum sem allir sendu mér leysibyssuskot med augunum. not welcome. á leid út á flugvöll tjádi enskumælandi ökuthór hótelsins mér ad honum finndist ég smávegis kreisí ad hafa verid ad thvælast ein í metróinu... en svo sem allt í lagi ef ég hefdi passad vel uppá sjálfa mig og spád í fólkid í kringum mig. sagdi mér líka ad thad væri víst sérstakur vagn í hverri lest sérstaklega fyrir konur. adeins of seint ad vita thad... fannst nefnilega stundum óthægilegt ad vera eina konan í svona trodfullum vagni eins og svo oft snemma á morgnanna.
annars er bara líf og fjör hér á bæ. helgin búin ad vera í notalegri kantinum. partí hjá signe á föstudaginn sem var afar skemmtilegt. svo komu nokkrir atp-ferdafélagar plús fylgifiskar í heimsókn á laugardaginn thar sem vid hlutstudum á allskyns atp-tónlist sem mér var ókunnug. anders var sá eini sem var búin ad vinna heimavinnuna sína og mætti med fullt af dóti. vid hin - ekkert. en thetta var fínt thrátt fyrir sjúklega thynnku og threytu í mannskapnum. sunnudagurinn var thess vegna svolítid threyttur en hann lifnadi adeins vid í eftirmiddaginn thegar ég fékk mér nokkra bjóra med dísunni sem ég hitti ordid alltof sjaldan eftir ad ég yfirgaf stærdfrædideildina :-( voda huggó dagur.
thad er hinsvegar ekkert sérlega huggulegt núna, enda ég í vinnunni. thar lídur mér nefnilega ekkert sérstaklega vel. finnst einhver skítalykt vera í loftinu.
ég ætla ad reyna ad vinna núna.
bless.