þriðjudagur, ágúst 30, 2005

myndos

er búin að setja inn nokkrar myndir frá króatíu. en það vantar samt slatta. ég gleymdi reyndar alltof oft að taka myndir af því að ég var í svo mikilli afslöppun... leiðinlegt – sérstaklega þar sem þær eru frekar vondar margar hverjar. þarna má meðal annars sjá óhugnarlega barfólkið frá rovinj, persónulega leiðsögumanninn, ítalska fólkið sem skutlaði okkur frá zadar til feneyja. gleymdi að segja frá þeim. stórklikkað lið á fullu í allskyns alternative lífshætti sem geta mediterað við allar aðstæður... var hálf skelkuð, þunn og með innilokunarkennd í bíl á 150 km hraða á króatískum vegum í fimm klukkutíma í dimmri nóttinni. vorum næstum því lent í zagreb því ítalirnir voru villtir, ekki ég. en þetta reddaðist. hmmm.... maður á aldrei að fara í bíl með ókunnugum. allaveganna ekki geðsjúkum ítölum. en hvað gerir maður ekki til að spara monninga? var allaveganna glöð að vera á lífi þegar bíllinn rann upp að hótelinu okkar í melluhverfinu í feneyjum klukkan þrjú aðfararnótt laugardags. já, já... það má sjá líka veröndina okkar þar sem leðurblaka flaug yfir okkur eins og hún væri persónulegi flugdrekinn okkar og erfitt væri að halda honum á lofti. leið allaveganna eins og þegar ég fékk flugdrekaæði kvöld eitt á snæfellsnesi í sumar. nema hvað ég var aðeins hræddari við leðurblökuna.
stay healthy&heavy

mánudagur, ágúst 29, 2005

glimrandi gleði

mætt aftur til dk eftir sérdeilis vel heppnaða ferð til útlandsins. mikil og rjómalöguð afslöppun og bara almenn gleði. er svona að finna hljóminn í danska lífinu með tölvuívafinu. fórum fyrst til rovinj sem liggur á vesturströnd hálfeyjunnar istríu í norðurhluta króatíu. stór hluti þessa svæðis er mjög ítalskur þar sem ítalarnir réðu ríkjum þarna í hundruðir ára. huggulegt pleis með fullmikið af túrhestum og króatísku poppfestivali. yes. þar sóluðum við okkur á nærliggjandi eyjum. ég með vörn 30 og sjálflýsandi líkama... en hann er aðeins að lagast enda varð ég svo djörf síðustu dagana í fríinu og keypti vörn 15. kannski ekki skrýtið að maður fái enga brúnku þegar maður er svona hræddur við sólina. við lentum líka í svakalegu rigningar- og þrumuveðri sem fór illa í sóldýrkendurnar. ég var nú ekkert ósatt við að eyða tíma mínum á barnum að kynnast lókal króunum í staðinn, en sumir voru ekkert of ánægðir með barferðina miklu. grátur, rifrildi og sárindi. en það lagaðist fljótt og við hentumst suður til dalmatíu og droppuðum túrhestarigningaferð til pula vegna veðurs þar sem ætluðum ma að skoða eitt af stærstu og best varðveittustu rómversku hringleikhúsunum í heimi. enduðum á eyjunni dugi otok í zadar eyjahafinu. á þeim hluta sem við enduðum (á frekar hendingarkenndan hátt) búa ekkert alltof margir. þar fara rútur á milli smábæja þrisvar fjórum sinnum á dag. fengum fína íbúð með verönd og alles í bænum verunić. þar búa víst 30 manns þegar mest er og fólk gerir lítið annað en að veiða fisk, passa uppá ólívutréin og rækta landið. sjoppan á svæðinu myndi láta minniborgarbúlluna í grímsnesi líta út eins og gylltan súpermarkað með demantsgólfi. verst var að ákveðna lífsnauðsynlega hluti var einungis hægt að nálgast hinumegin við fjörðinn. 200 m sjóleiðis, 40 mín göngutúr. en okkur tókst á ótrúlegan hátt að húkka okkur far á milli þrátt fyrir að það sé allt annað en morandi í túristum þarna. en þetta var bara ofboðslega notalegt. þvílíkt afslappelsi. lölluðum okkur bara á fínu ströndina sem var í hálftíma göngufæri á morgnanna. sóluðum okkur og lékum okkur í tærasta sjó sem ég hef fundið í evrópu og fengum okkur bjór í skugganum. kynntumst slatta af lókal liði þar og eignuðumst okkar eigin leiðsögumann. krói sem átti bát og fór með okkur á nærliggjandi strandir í litla fína fiskibátnum og monica fékk að fara í langþráðan fiskitúr þar sem mannsinn veiddi fisk með því að synda í sjónum með lukt á höfðinu seint um kveld. vorum líka mjög kreatívar í matargerðinni enda hráefnin í sjoppunni ekki uppá marga fiska. væri alveg til í að búa á svona stað í nokkra mánuði án alls. bara ég og náttúran. erum við allar búnar að finna okkur störf þarna við hæfi. solveigu fannst póstmaðurinn eiga heillandi bíl og fallegan lekandi gúmmíbát. hún myndi þó mála hann bleikann. monica ætlar að vera veiðimaður og hjálpa fólkinu í bænum þegar það veikist svo það þurfi ekki að fara svona langt alltaf til læknis. ég ætla hinsvegar að passa upp á einhver ólívutré og rækta grænmeti. ég og náttúran alein. króinn stakk upp á að ég myndi hafa stærðfræðiskóla fyrir börnin á kvöldin.... eða þeas barnið.... enda er víst bara eitt barn búsett í bænum!!!! allaveganna... þetta var tvímælalaust besti hluti ferðarinnar. enduðum svo í feneyjum í hygge. kaffi í massevis, ítalskur ís, aperol drykkir, rauðvín og matur. stend ég eftir með kaffi, aperolflösku, intimissimi nærföt, sokkabuxur, náttúrulegar sápur og ýmsar skemmtilegar kryddblöndur. hefði getað tekið heila ferðatösku með mér af ítölskum súpermarkaðsvörum. verst þótti mér að hafa séð fínu skóbúðina áður en við fórum heim. lok, lok og læs. þar voru ofsalega mikið af fallegum skóm. janet & janet, salvador sapena og fullt af ókunnugum fegurðarskóm. fór næstum að gráta enda aðeins ódýrari en maður hefur séð hér í norðri.
djöfulli er þetta orðið langt... ætlaði nú ekki alveg að vera með ferðasögu... en nenni þessu kannski af því að þá þarf ég ekki að hugsa um að á morgun byrjar alvaran. reyndi að byrja hana í dag án árangurs. fékk bara kökk í hálsinn þegar ég heyrði röddina í háværa og vonda tölvukallinu, pirrandi leiðbeinandanum mínum. einhverjir vondir straumar þarna, vont kaffi og vondar kökur. jæja... ætla að halda áfram að horfa á sjónvarpið. nú var finalen í americas next top model að klárast. glötuð úrslit.
knúses....

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

ég á leiðinni í sólina

djöfull eru þessar fyrirsagnir farnar að fara í pirrurnar á mér. langar ekki að hafa þær lengur. er svo andlaus og það væri ágætt að drepa þær. annars er ég núna búin að vera í vinnunni síðustu þrjá daga plús mínus þrjá og fer svo á morgun til feneyja og þaðan til króatíu. er ég búin að sjá það að þetta er eitt mest illa lyktandi sumarfrí vinnulega séð sem ég hefði getað nælt mér í. hálfgerð klobbalykt af því. kannski ekki sumarfríinu sjálfu sem er náttúrlega yndi. þetta er bara skipulagningin á fríinu. hróarskelda&accelerator – tveir vinnudagar – Ísland – fimm vinnudagar – Norge – fjórir vinnudagar – familís – þrír vinnudagar. hef fengið nákvæmlega ekki neitt útúr þessum vinnudögum. maður er alltaf svo lengi að gíra sig upp og niður í þessa akademíu. þess vegna er sálartetrið skjálfandi. ekkert bleikt og glitrandi glimmer þar. stress.
annars er fólk hægt og rólega að koma aftur til fjárhúsanna. margir búnir að vera í fríi eða einhversstaðar í útlandinu. ferðafélagarnir mínir þær solveig og monica eru mættar og við hittumst í vikunni til að ræða ferðina. höfðum í rauninni ekki ákveðið neitt varðandi þessa ferð nema að fara á alltof marga staði og var mér farið að finnast það dálítill niðurgangur. það léttist þess vegna í mér lundin yfir hvítvínsdrykkjum því við opinberuðum þarfir okkar. liggja bara á ströndinni, slappa af og sóla okkur. svo nú verður bara farið eitthvað stutt. ekki ferðalög á hverjum degi. bara sandur, sjór, vörn nr. 30, bók, tónlist í eyrunum og frispí. samt djöfulli súrt að i-podinn minn sé farinn frá mér. hann hefði plummað sér vel á ströndinni með mér. nú þarf að velja og hafna diskunum sem ég vel sem ferðafélaga. samt nokkuð ljóst að nýji sigur rósar diskurinn verður með. hann er aaaaagalega fínn. bjóst nú ekkert of mikið við því.
ætla að fara að hárblása síðustu fötin mín sem eru ekki orðin þurr. ég er nefnilega með þurrkarafóbíu. pakka, fá mér annað rauðvínsglas og svæfa mig inní ferðadraumaveröldina. þangað til næst.
knús&kossar....

laugardagur, ágúst 13, 2005

frípása

halló rjómabollurnar mínar. nú er ég í smá pásu frá fríinu. er búin að vera með familie besøg síðustu vikuna og var það alveg bleikt og himneskt. svoooo notalegt. við vorum níu fjölskyldumeðlimirnir sem þeyttumst um vegi baunanna á silfurgráum langferðabíl. reyndar vorum við ellefu síðustu tvo dagana þar sem andri frændi og þuríin hans eru flutt til árósa, svo þetta var mikið partí. til að gera langa sögu stutta vorum við í höfuðborginni, heimsóttum tívolí og eyddum peningum. fórum á víkingasafnið í hróarskeldu og svo til jótlands. þar tjilluðum við í sumarhúsinu og í árhúsunum. fórum m.a. í þennan svakalega fína dýragarð, legoland og djurs sommerland. þetta var svo indælt og þegar ég kvaddi hópinn á föstudagskvöldið fór ég að gráta. hef sjaldan grátið kveðjutárum en annað var ekki hægt eftir svona ljúfa daga með þessum englum. ohhh... ég þrái heim.
í volæðinu skellti ég mér bara á barinn með honum sindra sem er hér yfir helgina. hann getur drukkið marga drykki og endaði með því að ég þurfti að skila honum heim rétt eftir miðnætti. hann er baneitraður. en ég hélt avo áfram að leika mér á hinu glæsilega bodega chris í sjællandsgade með josefine og nokkrum indælum stráklingum. góðir dílar á sjællandsgade.
annars þarf ég að gerast vinnusjúklingur fram á fimmtudag. mér leiðist það. síðasta fríið mitt á þessu ári byrjar svo á fimmtudaginn. það verður sko notalegheit. nema hvað að ég kvíði því einstaklega mikið að strippalingast á bíkíníi með tveimur norskum mjónum. ég er með bumbu sem breiðist út eins og versti faraldur. ég er nefnilega alltaf að dópa mig upp af sykri og fitubollumat. tók þótt í 10 daga kappáti á íslandi. líka í noregi þar sem ég borðaði sirkabát sex crossianta með súkkílaði á dag og svo er aldeilis búið að gúffa í sig ljúffengum munnbitum, bjórdrykkjum, rauðvíni og ostum í familífríinu. agalegt. bumban mín verður sjónmengun fyrir baðgesti á ströndum króatíu. spurning um að leika anó-sjúkl næstu fjóra daga. oj. nei. ég finn upp á einhverju gáfulegu í staðinn. until later. luv.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

mér finnst gaman í sturtu

takk sætu mínar fyrir falleg orð í garð hins bleika sem og huggunarorðin. ég þarf virkilega að láta hugga mig.
augljóslega lítið fjör í kristjönu þessa dagana. síðustu daga hef ég þurft að skipta um föt tvisvar til þrisvar á morgnanna og það er ógeðslega pirrandi að byrja daga svoleiðis. málið er að sturtan mín er beint fyrir ofan vaskinn og á krananum er takki sem maður ýtir á til að fá vatn útum sturtuhausinn... nema hvað. ég fer sem sagt í sturtu og laga mig svo svolítið. set efni í hárið og svona og ætla svo að fara að skola klístrið úr lófunum en í staðinn skola ég á mér bakið. í nokkrar sek. takkinn festist nefnilega stundum í sturtuham. þetta verður til þess að efri hluti Kristjönu verður alltaf rennandi blautur og ég þarf að skipta um föt. skil ekki af hverju þetta getur gerst aftur og aftur... ég bara virðist ekki læra af mistökunum og æsi mig varla yfir þeim. eins og það sé bara hin sjálfsagðasti hlutur að fara í sturtu í fötunum. segji bara æ, þurrka mér og skipti svo um föt. held ég sé með eitthvað vanþroskaðan heila. ég er líka með gleymskusýki, en það er of pirrandi að segja frá því. oft þarf ég líka að skipta um föt á morgnanna af því að ég helli yfir mig kaffi eða mjólk... allt eftir því hvað er í morgunmatinn. í morgun var það mjólkin og svo sturtuferð.
já, já... af hverju fór ég ekki til Íslands í ágúst í staðinn fyrir júlí? ha? gæti haft eitthvað með það að gera að familían er að koma á fimmtudaginn til Dene. sem er náttúrlega mjög skemmtilegt. samt langaði mig að vera innipúki um síðustu helgi. um næstu helgi væri ég afar mikið til í að töfra mig uppá snæfellsnes. þar er krútt .... og þar er líka mice parade sem er anagram fyrir adam pierce. ég elskann!!!! alveg sjúk í þessar tvær plötur sem ég á með honum. sérstaklega gömlu plötuna obrigado saudade sem er hin mesta snilld. svo falleg, svo falleg, svo falleg... og svo er ég búin að vera með nýju plötuna bem-vinda vontade í i-podnum mínum (sem ég á ekki lengur) á fullu síðustu mánuði. örugglega mest spilaða platan hjá mér síðan hún kom út. svo er allskyns pen íslensk tónlist líka... ojjjj – mig langar til Ísalands og vera í fríi lengi, lengi, lengi. össs... og þó. familían er á leiðinni og það er eintóm hamingja. djurs sommerland, legoland og dýragarðar. verst að þau fá líklega versta danska veðrið í allt sumar. hér er spáð ofurrigningum langt fram í tímann. fokk danish weather.