laugardagur, júlí 29, 2006

ég er hrædd um að ég sé að tala við sjálfa mig núna en það er barasta allt í lagi. í dag er laugardagur og er þetta afar góður dagur. ég er nýkomin úr þriggja tíma hjólatúr sem var einstaklega huggulegur. svo hér sit ég með rasssæri og dauðar þrumuflugur (?) á brjóstunum sem mynda afar skemmtilegt mynstur. þreytt og sæl. ótrúlega notalegt að komsast aðeins í burtu frá bænum, þó ekki nema svona aðeins. þessi hjólatúr var hluti af nýja líferninu mínu. mig og trínu langar ekki að sitja á okkar gömlu rassgötum lengur og ætlum að reyna að hreyfa okkur svolítið. en bara smá. ekki mikið. erum líka búnar að fara í badminton sem mun framvegis vera á dagskrá einu sinni í viku. sérlega duglegar.
annars er ekki svo margt að gerast í mínu lífi. búin að vera dugleg í low-key félagsstörfum alla vikuna sem gerði það að verkum að í gær sofnaði ég yfir einum af skemmtilegri þáttum sem ég hef séð undanfarin misseri... curb your enthusiasm - alger snilld! sofnaði sem sagt á svölunum hjá trínu. alveg himneskt að sofa svona hálfpartinn úti þar sem þessi hiti er stundum alveg að gera mig vitlausa á nóttunni. er alveg komin með nóg af því að vakna sleip og illa lyktandi. ekki það að ég sé ekki ánægð með þennan afar ljúfa sólarjúlí. á örugglega eftir að verða þunglynd í vikunni vegna rigningarbrussunnar sem ætlar að gleðja blóm, gras og fólkið sem á erfitt með að anda.
já, já... mikil gleði. hitinn og sólargeislarnir eru góðir fyrir sálina mína en alls ekki fyrir alla. margir kettir hafa aldeilis komið illa útúr þessari hitabrælu. þeir kettir eru kallaðir fallkettirnir. þeir verða nefnalega svo latir og ruglaðir greyin í þessum hita að þeir eru farnir að detta niður úr gluggunum sínum. og þar sem þeir eru með svona svakalegan sólsting lenda þeir illa og enda sem invalid kettir. greyin. já, þetta voru helstu fréttir úr fjárhúsum. ég ætla að taka til og fá mér svo smá hvítvín í kvöld. mmm... ljúfir dagar.
ást&hamingja til allra...

miðvikudagur, júlí 19, 2006

ja hérna hér. aldeilis langt síðan skrifað hefur verið. er með einhverja sýkingu í fingrunum sem grasserar sérdeilis mikið þegar ég kem nálægt tölvu. gerir það að verkum að ég get lítið skrifað innihaldslausar setningar hér og heldur ekki unnið vinnuna mína. ætli sýkingin sé ekki komin eitthvað upp í litla heilabúið mitt þar sem ég get engan veginn komið mér í vinnugírinn heldur eftir fríið mitt. já, ég var einmitt í fríi síðustu vikurnar. var það alveg smellið en þó í rólegri kantinum. byrjaði með miklum huggulegheitslátum - rauðvínsdrykkja, matarát út í eitt og sérdeilis velheppnuð og óvænt sunnudags-hvítvínsdrykkjukeppni í boði trínu og ástmanns hennar. 12 flöskur á örfáa tóma maga er vel af sér vikið. síðan stoppaði ég eitt örstutt kvöld á loppen á leið til íslands þar sem ég var viðstödd tónleika robyn hitchcock þar sem peter buck glamraði einnig á gítar. mjög svo skemmtilegir tónleikar sem á stundum minnti mig á teenage fanclub. síðan var haldið heim til ísalands þar sem veðradrullumallið er við völd. íslandsferðin var ekki mjög hefðbundin í þetta skipið enda í rólegri kantinum þar sem anders var með í þetta skiptið. samt ekkert verri svo sem. ég lét því sem ég væri túristi og held ég hafi staðið mig alveg ágætlega. nema að ég held að túrhestur hefði ekki keyrt 850 km á einum degi á landinu góða. allaveganna... margt var brallað. fjölskyldusamkomur, afmæli hjá svönu minni, skaðlausar barferðir fyrstu dagana. síðan var haldið út á land og þessir helstu staðir heimsóttir. gullni hringurinn, hinn himneski sumarbústaður ömmu og afa, skógar, skaftafell, jökulsárslón, eglisstaðaradíus, ásbyrgi, mývatn... svona sem dæmi. allt hið besta mál. þótti mér austurlandið alveg sérdeilis fallegt og kom mér það eiginlega í opna skjöldu. svolítið skömmustulegt að segja frá því að þangað hef ég ekki komið síðan ég var lítil telpa og er sú tíð ekki inní minjasafni heilans í dag. anders var hinsvegar mest skotinn í vatnajökli. annars ætla ég ekkert að vera að fara í saumana... langar frekar að segja frá því að íbúðin mín og ég bjóðum upp á heljarinnar djasstónleika þessa vikuna. alveg hreint einstakt að búa svona miðsvæðis með hið ágæta klostertorv hérna ská á móti. það er nefnilega djassfestival í bænum og ætli ég verði ekki að flýgja kotið mitt sem fyrst því þetta er alveg að gera mig vitlausa. bandbrjáluð og sólbrennd sit ég hér og reyni að reita eitthvað meir en veit ekki hvað það á að vera. það markverðasta sem hefur gerst eftir heimkomu er að ég ætlaði í sund í dag eftir vinnu. labbaði útúr strætó með ipodinn minn skoppandi glaðann og gleymdi að ég væri á leið í sund. vaknaði 15 mínútum síðar frekar langt frá sundlauginni og vissi varla hvar ég hefði verið. tókst samt að komast í sundlaugina... bara aðeins of seint. alveg magnað hvað maður getur verið útúr heiminum. ekki skrýtið að ég sé með þráláta gleymskuveiki og týnsluveiki. jæja... nú þarf ég að klappa djassistana upp.
hilsen,
fröken rauðspretta