fimmtudagur, september 30, 2004

Smá gleði...

Hej. Í dag komst ég að því að ég get kannski náð að komast á tónleika með PJ Harvey og Stereolab hér í WA áður en ég fer aftur til Dene. Ekki slæmt, ha?!? Á reyndar eftir að kaupa miða - vona að það sé ekki uppselt. Svo nú er ég komin með alveg tvö bissí kvöld í social-dagskránni minni næstu tvo mánuði. Þvílík félagsvera. Ég fer alveg hamförum í félagslífinu. Búin að tala við nokkra hér á colleginu undanfarna daga... svona í matsalnum.... með mjög takmörkuðum árangri. T.d. hvítan Kenyu-búa. Furðulegt. Skellihlæjandi Kínverja. Hef ekki enn hitt neinn sem ég gæti hugsanlega átt frekari samskipti við. Ég er náttúrlega svo fullorðinn og þroskaður einstaklingur... einmitt. Ég hef þó allaveganna þig, mín kæra nýja dagbók.
Annars heyrði ég að orðstír Íslendinga hér á colleginu er ekki neitt júbbí-kóla. Til er maður sem kallaður er infamous Ben og hann ku hafa gert margan manninn alveg kreisí síðasta misseri. Veit ekki af hverju hann á að hafa verið svona luvlí... en ég fékk allaveganna "oooo... so you are Icelandic.... like Ben... hmmm...".
Jæja... best að fara að reyna að skilja þetta verkefni sem ég á að vinna að... úff... spatial survival analysis er víst málið næstu tvo mánuði.
Luv...

þriðjudagur, september 28, 2004

Tveggja mánaða bull

Ja, nemlig ja... Ætla að bloggast smá hérna hinumegin á hnettinum. Kannski svona til að spara e-mail skriftir en líka kannski bara fyrir Krissu til að hjálpa Krissu að muna hvað hún gerði í Ástralíunni - dagbók. Ætti kannski að hafa þetta á dönsku svo ég sé ekki alltaf að skrifa dönsk fréttabréf til baunanna minna. Er ekkert svaka góð í að skrifa þetta lufsumál. Agglavega...
Er komin hér til Perth sem er in the middle of nowhere. Doldið alein þessi blessaða borg hér á suðvesturhlutanum. Bý á svona college hér við háskólann og er það mjög svo... furð... skemmtilegt. Fyrstu 5-10 kynni mín af öðrum íbúum hér er svona sirka... Hey, how r u doin?? og þá náttúrlega ætlar maður að svara og byrjar á hæ-inu en svo er mannstykkið bara farið og maður er eitthvað að röfla við sjálfan sig út á miðri gangstétt... yeah... i´m fine ... i´m cool.... alein í heiminum. Kann ekki alveg á svona ástralsk-amerískar kveðjur. Það lærist víst fljótt. Annars er bara skítkalt hérna. Ég pakkaði eiginlega bara sumardóteríi er því bara að frjósa á kvöldin... fuss... En vorið er nú bara rétt að byrja og ég vona að ég nái að strandast og sólast eitthvað áður en ég fer til Baunó aftur. Úff... er strax orðin þreytt á að skrifa um ekkert. Best að fara að hlusta á eitthvað skemmtilegt í "græjunum" mínum... gleymdi að kaupa hátalara f. tölvuna mína á leiðinni... veit nú ekki alveg hvort að modest mouse eigi eftir að virka í þessum gæðum... jú, vissi ég ekki... herra Isaac Brock eða hvað sem hann nú heitir hvíslar næstum því að mér... uss...
Hilsen bilsen,
Krissa