miðvikudagur, mars 30, 2005

Páskaprump

Hellú... Komin aftur til Dene eftir sérdeilis stutta, ánægjulega og þreytta páska. Sex dagar eru alltof stuttur tími fyrir frí á Íslandinu góða. Maður er alveg dauðþreyttur eftir þetta og imf.au.dk fékk nú ekki að njóta krafta minna neitt ofboðslega lengi í dag. Annars var þetta afar notalegt og líklega eitt af því skemmtilegasta að vera í fjölskylduboðunum. Laugardagur og sunnudagur fóru í það. Það finnst engum í minni familí leiðinlegt að fá sér einn eða tvo. Páskadagur var algert yndi þar sem systir hennar múttu og kall fóru á kostum í eldhúsinu eins og svo oft áður. Hef ekki fengið svona góðan mat lengi, lengi, lengi... en ég get lýst því yfir að ég hef gríðarlegan áhuga á því að borða mikinn og góðan mat. Parmaskinka með parmasean og einhverri agalega fínni og góðri basilikumsósu sem ég man ekki nafnið á. Aðalrétturinn var nammi-nammi-namm. Andabringur með kínverskri villisveppasósu með 5 þátta kryddi, sætar kartöflur með kínverskum villisveppum hvers nafn ég eigi man, léttsteikt spínat, smjörbaunir og vorlaukur með.


Powered by Hexia

Með þessu var svo drukkið rautt og hvítt. Eftirrétturinn var svo heimalagaður ís með ferskum jarðarberjum, óhollri súkkulaðisósu og svo var meira rautt og ostar síðar. Vildi óska þess að ég væri svona fær í eldhúsinu, ætti marga, marga peninga. Þá myndi ég eyða a.m.k. sjö klst á dag í át. Svo drukkum við g&t og bjór eins og okkur væri borgað fyrir það og svo enduðum við í singstar þar sem ég var víst talin einn af betri byrjendum í heimi, mamma var lélegust og stóru frændur voru mestu svindlararnir. Afar skemmtilegt að leika með fjölskyldunni en það gerði það að verkum að ég kom alltof seint í afmæli hjá henni Siggu minni. En svona er þetta stundum.
Nenni samt ekki að rekja páskasöguna enda voruð þið nú eiginlega öll þarna. Var svona mest familís, barferðir, þynnka, þreyta og hamingja. Náði ekki að hitta alla sem ég vildi, en mikilvægast er þó fjölskyldan og svo Eibba mín og hennar familí... enda hitti ég þau svo voðalega sjaldan núna þar sem þau eru alltaf líka í útlandinu og við ætlum víst að vera mis í næstu fríum okkar á klakann. Lúkasinn hennar er bara yndislegur. Svo er náttúrlega alltaf sérdeilis notalegt hvað hún Svana mín nennir að hanga með mér og taka mig með í allskyns þegar ég er á Fróni, þrátt fyrir að ég sé feita og súra vinkonan. Takk Svanhildur mín. Þú ert voðalega góð kona.
Annars er næst á dagskrá að taka all svakalega á því í stæinu, enda ég alveg að komast á síðasta söludag þar á bæ. Uss... Verð að drífa í því áður en vorið slær í gegn með tilheyrandi gleði og fótboltaæfingum í FC Rainbow United.

Yndiskveðjur,
Kristjana

föstudagur, mars 25, 2005

Welcome home Bobby!!!

Næst frægasti Íslendingurinn kominn heim. Já, Íslendingar eru náttúrlega frekar brenglaðir. Sagan af Bobby Fischer loks að taka enda... maður er bara ekkert búin að hneykslast á þessu og finnst eilítið smá skömmustulegt að vera Íslendingur varðandi þetta mál. Það var einmitt einn Dani að spyrja mig útí þetta um daginn og mig langaði alls ekki að ræða þetta við hann. Bananalýðveldi. Það var meira að segja bein útsending af komu kappans með einkaflugvél frá útlandinu í gærkveldi... þvílíku fagnaðarlætin. Vangefið. Trúi ekki öðru en að flest þetta fólk sem var samankomið á Reykjavíkurflugvelli til að taka á móti þessu fríki sé þarna uppá grínið.
Er ekki frá því að stemmningin á landinu sé svipuð og þegar Keikó kom til okkar. Allir hrikalega glaðir og glimmer í loftinu. Tryggjum framtíð Bobby og Keikós. Við vitum nú hvernig fór fyrir Keikóinum. Já, já... við Íslendingar veljum réttu selebinn til að bjarga og gera heiminn að betri stað. Við erum Fischer´s friends... og finnst mér þess vegna að allir barir á Íslandi ættu að bjóða uppá Fisherman´s friend í tilefni af þessum sigri íslensku þjóðarinnar.
Þetta var allaveganna afar dramtískt og fyndið. Sér í lagi að fylgjast með Sæma einkavini... sem hafði þvílíka þörf fyrir að snerta, klappa og þukla á Bobby. Þetta er alveg einn stór brandari. Kreisí icelandic people...

þriðjudagur, mars 22, 2005

sparnaður þýðir leiðindi

Það er ekki tekið út með sældinni að spara. Sit hér á CPH agalega þreytt og mér dauðleiðist. Tók nefnilega rútuna klukkan korter í sjö í stað lestar... algert helvíti. Allt gert til þessa að spara monninga. Og ekki get ég sofið í svona samgöngutækjum. Svo nú sit ég hér og hef ekkert að gera. Búin að skoða silljón netsíður, ebay-ast, fréttast... og ég tel að það besta sem ég get gert til að eyða tímanum mínum er að skrifa hér um ekki rass í bala. Hef því miður ekkert að segja.
En.. látum okkur nú sjá. Tja. Ekkert mikið hefur gerst í mínu lífi undanfarna daga. Aðeins eitt gleðimóment átti sér stað á sunnudagskveldið. Trine, Jacob, Kasper & co. eiga greinilega marga vini og áhangendur þar sem þau hoppuðu beint í annað sætið á den elektriske barometer aka non-boogie listinn á dr. Helvíti skemmtilegt. Ekki nóg með það heldur skrifaði Trine bréf sem var lesið uppí þættinum og var það mjög svo innilegt og skondið... Svo eru þau búin að fá nokkra dóma og eru þeir allir alveg vonum framar. Afar skemmtilegt fyrir þau.
Já, já... held að þetta sé gott í bili. Vona að Bauni frændi nenni að tala við mig á msn-inu aðeins... alltof langur tími í brottför.

PS Á öllum flugvöllum ættu að vera spilasalir... með kappaksturleikjum, skotleikjum og alles... Það væri unaðslegt.

sunnudagur, mars 20, 2005

Lamadýrið talar...

Dagurinn í dag er mínus tveir. Tveir dagar í Ísland og ég er svo spennt, svo spennt. Held ég hafi ekki einu sinni verið svona spennt að fara heim um jólin. Kannski af því að ég er eitthvað að klepra hérna núna – samt bara skólalega séð. Er samt búin að vera frekar dugleg undanfarið, svona allaveganna miðað við venjulega.
Allt stefnir í krummadjamm á miðvikudaginn. Spurning um að taka hágæðakrumman uppá kasettu og verða fræg. Mikið er ég fegin að ég ákvað að drullast heim... enda þónokkrir af mínum á leið frá Fjárhúsunum. Það eina sem ég á eftir að gera fyrir heimferð er að skrifa eitt stykki abstrakt á morgun. Veit reyndar ekki um hvað ennþá... en það er bara vandamál morgundagsins. Ákvað að hafa þessa helgi stærðfræðifría... enda blessaðist hún vel þessi elska. Líklega jafn vel og páskarnir mínir eiga eftir að blessast... vonandi.
Þó svo að helgin hafi verið afar ljúf þá var hún ekki mjög rík af afslappelsi... ég kunni nefnilega ekki að fara heim á föstudaginn. Þetta er einhver sjúkdómur sem ég er með, held ég. Lýsir sér þannig að þegar maður er einhversstaðar úti, þá get ég barasta ekki farið heim - sama hvað ég reyni. Reyndi alveg smá.... en skreið svo inn rétt hálf-níu næsta morgun... þá langaði mig reyndar virkilega mikið að fara heim. En nóttin var góð og bauð m.a. upp á afar skemmtilegan dansham við Pavement... juuu... var alveg búin að gleyma hvað það er skemmtilegt að hoppa og vera heimskur . Malkmus er líka svo mmm-mmm-mmm flottur. Svo hár og myndarlegur. Það skín í gegnum dansinn. Svo kom Dorte í slúðurheimsókn í gærkveldi. Drukkum gin&tonic, fórum í borgara á Englen og slúðruðum meira. Uss... djöfull getum við kvenkyns verið ofsalega miklar kjaftakellingar. Agalegt alveg... en notalegt!!!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Flóðhestur

Já, halló. Er að reyna að hjálpa til við að láta æskudrauminn hennar Trine minnar rætast. Þannig er mál með vexti að þau eru tester á den elektriske barometer... sem er svona listi í ágætis útvarpsþætti. Maður þarf bara að smella og signa sig inn og svo smella atkvæðum á jf & spw. Þið örfáu sem leggið leið ykkar hingað inn... ef þið getið eytt tíma í það... þá getið þið líka hjálpað til við að gera draum stúlkubarnsins að veruleika.
Svo langar mig líka að deila með ykkur eilítið skondnu bréfi... svarið er ekki minna einkennilegt! Meira pakkið þetta Indre Mission lið.
Annars var ég á barnum í gær og hellti í mig nokkrum drykkjum. Fékk þessa rooosalegu löngun til að djamma en lét það þó ógert. Geri það alltof sjaldan þessi misserin. Löngunin náði toppnum þegar ég heyrði hljóma um salinn kriss kross to make ya jump jump, call him mister raider call him mister wrong og there´s no other way. Best að maður noti tækifærið og leyfi þessari löngun að njóta sín á Íslandinu góða. Þangað ætla ég að koma með heitt hjarta, pelsinn hennar Sonju, hamborgarhrygg, kæfu, súran rass, sjö pör af skóm, nokkrar nærbuxur og blokkflautu.

þriðjudagur, mars 15, 2005


profa nytt... Disa er her afar midur sin ad thurfa ad fara i thysk-rumenska bodid
Powered by Hexia

Sigti óskast

Ég er götótt og ætti að ganga með smekk. Allt sem bubblast inn í mig, bubblast útum allar holurnar eins og skot. Hvellur. T.d. allt það sem ég er að gera í fræðunum. Væri frekar til í að vera sigti. Þá gæti ég sigtað allt þetta sem engu máli skiptir burt burt burt. Eftir myndi ég standa með klumpa af allskyns góðgæti. Bæði akademískt og sálarlegt meti. Smekkurinn gæti líka hjálpað og tekið við allskyns slefi sem gæti verið blanda af einhverju góðu og illu. Það gæti ég notað til þess að hrekkja sjálfa mig og aðra.
Já, tóninn hefur verið sleginn. Í kveld er ég á leið í samkomu af þeirri tegundinni sem veldur mér hugarangri. Það er af því að ég er með eindæmum grimm og sjálfselsk mannvera. Innihald samkomunnar er nefnilega meðal annars stærðfræðilegur Þjóðverji og lífeðlislegur Rúmeni. Dísa ætlaði að setja smá sætindi út í boðið með því að smala aðskotahlutum með en náði bara einum. Hinn kanselaði. Það er þó betra en enginn. Ég vona að við náum að bjarga okkur frá þessari kvöldglötun. Jákvæðni, já þar kemur Já-hópurinn til sögunnar. Ég held að ég sé ekki sú eina sem væri til í að eyða kveldinu við annarskonar leiki og störf. Magnað hvað ég er þver og búin að ákveða að flestar stærðfræðiendur frá Þýskalandi eða bara Þýskarar yfir höfuð eru... leið... tja... fallegar sálir. Já, þetta eru örugglega allt yndisfögur, sveimandi og fræðileg sálartetur. Æ æ og ó ó. Ég hef bara verið svo óheppin með útlendinga í stæheiminum. Æ æ og ó ó. Ég er ekki alltaf svona neikvæð.

sunnudagur, mars 13, 2005

Namm-namm

Í Føtex er hægt að kaupa fullt af mjög svo smekklegum og sællegum nammipokum. Ég var að spökúlera á hversu löngum tíma maður á að borða pokana. Ég keypti mér t.d. einn Drakúla poka, einn Werthers, einn hlauppoka og einn snakkpoka í gær. Ég kláraði þá á 10 klst... mér finnst það mis. Ég er á því að á pokunum eigi að standa t.d. að þessi poki er áætlaður fyrir fjórar persónur á einu kvöldi eða þennan poka má millivigtarmanneksja borða á sex tímum eða hafa svona kíló-hæð töflu.... ef þú ert 152 sm og 98 kg þá áttu að borða þennan poka á 13 vikum. Allaveganna er bransinn nógu upptekinn að segja manni frá rauðum eða sjálflýsandi fituprósentum á öllu öðru. Sem er náttúrlega allt bara helvítis lygi... en manni líður samt vel að hafa þetta þarna. Fokk fallegu nammipokunum.
Er bara búin að bransast í stæinu alla helgina. Agalegt. Er alltaf jafn virk að skrifa þegar ég er að stæast af því að þá leiðist mér eilítið smá. Fékk nú samt nokkra öl í gærkveldi. Fór að hitta Gerðu, Dísu og Stefán... en hann er einmitt loksins komin til að vera í Danmörkinni. Þar á hann nefnilega að eiga heima – hjá Dísu sinni. Hélt að heilinn minn myndi komast í sérdeilis góðan spídígonzalesfíling ef ég myndi fá mér verðlaun. En nei, ég er ennþá ekki búin að finna lausnina á vandamálinu mínu og vandamálunum fjölgar. Er orðin svo stressuð að ég er að spá í að hringja í prófessorinn minn á sunnudegi og öskra á hjálp. Mjög heilbrigt. Það er bara vika til stefnu. Argasta garg. Kannski ég reyni að fá heilann í spíttið með fleiri nammsipokum og 2 lítrum af kaffi... eða kannski ætti ég bara að vera heilbrigð og skella mér í fjörfríkssenterið aka ræktin. Naaahhhh... nei.

laugardagur, mars 12, 2005

Ég vaknaði

Nú er Kristjana að vakna til lífsins. Hef ekki verið mikið með á nótunum síðan ég kom til Dene eftir jólaball. Er svona að nudda stírurnar úr augunum og reyna að vera með í lífinu, sérstaklega stærðfræðilífinu. Enda ekki seinna vænna þar sem við eigum að skila inn tveimur greinum fyrir páska. Ekki langar mig að fara með sammara í páskafrí. Nei, nei. Svo ég er búin að simúlera eins og óð sé í allan dag og er að reyna að græja ýmsar analýsur fyrir aðra greinina. Þetta er nú meira lífið þessi stærðfræði. Ekki beint frábæra lífið.
Annars kíkti ég á spilerí í Stereo Studio hjá Jacobi & Sweetie Pie Wilbur í gær. Þau eru orðin svooo dugleg að spila. Svo gaman og allir eru svo kátir. Hlakka mjög til að heyra þau spila á Voxhall þann 18. mars enda hljóðið afar gott þar á bæ. Það er skemmtilegt að þau séu að fara að hita upp fyrir Efterklang þennan dag af því að Stafrænn Hákon aka Óli Smæl Skytta aflýsti. Þau heppin. Fyrir áhugasama: Það er komin einn dómur um plötuna þeirra og er hann afar góður myndi ég segja. Svo eru þau líka í heimsókn hjá Geiger í vikunni... Núna ætla ég að hendast út að versla á háum hælum (ég vinn keppnis Svanhildur) og svo er það bara meira stæ og meira kaffi. Uss... þetta líf, þetta líf.

föstudagur, mars 11, 2005

Thunna kennslukonan

Jøsus... I dag er eg thunna kennslukonan. I gærkveldi var eg nefnilega full og leidinleg. For a utgafutonleika hja JF & SPW. Alltof mikid af folki i litla kjallaranum a Cafe Felis. Byrjadi a OGEDSLEGA leidinlegum singer/songwriter strak sem var svona drullublanda af einhverju ljotu skogardyri og ufsa (vid Kolla vorum allaveganna vel sammala um ad hann væri doldid eins og fiskur). Og sjæse hvad hann var glatadur. Satum alveg fremst af thvi ad eg var svo sein og vorum natturlega ad spjalla eitthvad enda var eg ekki komin tharna til ad hlusta a ogedismanninn... svo var hann bara eins og e-r herforingi ad sussa a okkur og annad folk... horfdi a okkur mjøg greinilega og sagdi ad thad væri greinilegt ad hann gæti ekki unnid hjortu allra tharna inni. Svo loksins ætladi hann ad taka sidasta lagid og eg sagdi mjog lagt Jubbi... nema hvad... halfvitinn sagdi svo bara uti sal... ja thessar tvær tharna sogdu jubbi yfir ad eg væri ad syngja mitt sidasta... ekkert sma pinlegt... djøfuls halfviti... svo var hann med einhverja stæla seinna um kveldid... Var svooo pirrud a honum. En svo spiludu thau og tha var allt miklu betra. Spiludu alveg agætis tonleika finnst mer... Held tho ad Kollu greyinu hafi leidst sma. Svo spiladi I am Bones mikid og skemmtilegt lofi og nokkur Tom Waits cover ... duglegur strakurinn. Endadi thetta kvold svo i miklu fyllerii og thad ma segja ad eg hafi thad hvorki gott likamlega ne tilfinningalega i dag. Var buin ad gleyma hvernig thad er ad verda svona of full og asnaleg. Eg er nefnilega ordin svo settleg. Kom samt med frosna flæskesteg heim i kotid, adrir skreyttu sig med frosnum braudum og herdatrjam. Athyglisvert. Ja... mikid rugl en samt var alveg mikid gaman lika. Finnst bara svo leidinlegt hversu rosalega eg get bullad i folki thegar eg er svona afengiskat... get thad enganveginn annars. Tha er eg feimna stulkan. Annars nadi eg samt ad vakna i morgun og fara ad kenna. Agalega erfidur timi verd eg ad segja... og eg thurfti ad pina ofani mig einhverja græna koku sem het opgave 9.13... nemendurnir svo godir ad gefa mer koku med thessu nafni i stadinn fyrir ad reikna opgave 9.13.... a vitlausum degi. Var næstum thvi buin ad afklædast peysunni minni i tima... uss... sem betur fer gerdi eg thad ekki vegna thess ad eg er hallærisleg og a armi minum stod undskyld mor! Eg vissi thad ekki fyrr en rett adan. Annars er eg hægt og rolega ad verda ferskari held eg enda fekk eg mer einn bjor adan. Virkar alltaf vel og nuna ætla eg ad kikja i Stereo Studio thar sem krakkarnir eru ad spila litla tonleika. Lif og fjor og djofull er thetta langt. Fuss. Luv, Krissa.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Andskoti...

Djöfuls djöfull... Er það satt að The Microphones séu að spila á Íslandi FYRIR páska??? Svanhildur... geturðu svarað því? Djöfuls óheppni... Ég nýbúin að kaupa miða heim bara rétt fyrir páska... hefði nú örugglega farið fyrr heim ef þetta er tilfellið. Heeeelvítis. Það hefði nú verið einstakt að heyra í kauða.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Hlakkiddí-hlakk...

Jíha... Mikið er ég nú hamingjusöm. Mmmm... Var að splæsa í miða til Íslands yfir páskana... Júbbíjei. Er búin að vera að vega og meta gildi þess að koma heim annarsvegar og svo að vera hér í litlu drusluíbúðinni minni um páskana. Familís með Daníel og Daða fremsta í flokki, vinkvenndi & beibísin, bar, óregla og leti eða boring Matematisk Institut og rannsóknirnar mínar. Valið ætti nú að vera auðvelt en ég er bara búin að vera svo ógeðslega löt að vinna eftir jól að ég þorði hreinlega ekki að spyrja leiðbeinandann minn um frí. En loksins þorði ég og miðinn er minn. Ekki spillir fyrir að Eibba mín og Lúkas eru líka á leiðinni... hefði annars örugglega ekkert hitt þau fyrr en 2006 eða eitthvað. Sniðmengi tímabila okkar á Íslandi í sumar er víst nefnilega tómamengið. Lúði = ég. Líf, fjör og hamingja. Jammogjá... það er gaman í dag og ekki eyðilagði það daginn að ég fékk afar skemmtilega geisladiskasendingu. Bright Eyes - I´m Wide Awake, It´s morning og Micah P. Hinson - and the gospel of progress... Afar góðir.

mánudagur, mars 07, 2005

Fræga vinkonan...



Hún Trine mín er fræg í dag og auðvitað Jacob og Kasper líka... Í Århus Stiftstidende er grein um þremenningana Jacob Faurholt & Sweetie Pie Wilbur. Juu... er svo stolt af henni. Alveg hreint fínasta grein um þau, en frekar kikset mynd af Trine og Jacobi. Greinin er um komandi debutinn þeirra – Queen of Hope. Fimmtudagurinn er the day. Hlakka til og vona að þetta gangi allt vel og þau fái almennilegar umsagnir. Ekki það að þið sem þekkið Trine getið kíkt í þetta blað... en samt... gaman af þessu.
Kanínur...

sunnudagur, mars 06, 2005

Southfork og vetrarklebra...

Djöfuls hrossaskita sem þessi vetur er orðinn... Var uppí Risskov í mat hjá Gerðu áðan og fór hjólandi og sjæse maður... djöfuls kuldi. Ég ætla segja þessum vetri upp.

Annars er ég eiturhress í dag. Í gærkveldi fór ég í Dallaspartí, sem ónefnd cowgirl á Southfork. Fór ekki yfir strikið í búningavali þetta skiptið, enda hef ég lent í því að vera eina manneskjan í dress-up partíi sem er over-dressed. Henti á mig kúrekahatti og reyndi svo bara að vera soldið hesthúsleg. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og margir í alveg snilldarbúningum. Held að sigurvegarinn hafi verið afmælisbarnið og Miss World 1985... Hún var roooosaleg. Allaveganna skemmti ég mér mjög vel þó svo að ég hafi ekki þekkt marga þarna. Hefði mikið viljað vera útí bæ fram undir morgun... en gafst upp fljótlega aðallega af því að ég nennti ekki að vera trallandi með kúrekahatt um götur bæjarins. Ekki mjög kúl. Í staðinn fékk ég kebab og enga grimma þynnku. Bara venjulega. Mjög ljúft.

laugardagur, mars 05, 2005

Missing Kúró...

Góðan daginn... Sit hér endurnærð eftir 10 tíma svefn. Mmmm... eitthvað annað en þessi bölvaða vika sem leið. Get nefnilega aldrei farið að sofa fyrr en alltof seint. Ekki átti ég við það vandamál að stríða í gær eftir nokkra drykki og hálft kíló af poppi milli tannanna. Fór með Dísu og Gerðu á stúdentabarinn að hitta eitthvað lækna- og verkfræðifólk sem vinnur á CFIN á Kommune hospitalet... en þær eru náttúrlega báðar á kafi í einhverju heiladóteríi. Endaði svo bara heima hjá Dísu í ótrúlega notalegu stelpusnakki. Alveg hreint eðal. Nú er hinsvegar kominn morgun og ég verð að komast í búðir. Verð að eyða peningunum mínum. Stefnan er svo sett á afmælispartí með Dallas þema. Hún Guðrún Gyða Kollusystir var svo ljúf að bjóða mér í partí. Það verður örugglega mikið stuð. Vona að ég roðni ekki í rass allan tímann úr feimni... þekki sko voða fáa í þessu boði held ég. Sjæse... ætli maður fari í axlapúðana í kveld. Verst að maður eigi ekki kúró núna. Djöfull langar mig í kúró.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Alvarlega færslan...

Úr bullinu og mér, í alvöruna... Kannski ekki það sem fólki finnst mjög áhugavert... en allaveganna... Múttan mín var að segja mér frá e-i kennararáðstefnu á Íslandi um daginn. Ráðstefnan fjallaði um mismun á stúlkum og drengjum í grunnskólum. Eitt af því sem talað var um er að á Íslandi er það víst tilfellið að stúlkur standa sig mun betur í grunnskólanámi en drengir, sér í lagi hvað varðar lestur og stærðfræði. Þetta þykir mér afar einkennilegt. Sérstaklega þar sem í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við, eru drengir mun betri í stærðfræði en stúlkur. Ég skil þetta ekki alveg. Eru íslenskir drengir e-ð öðruvísi? Einhver talaði um að íslensku strákarnir væru með mjög fokked op ímyndir. Þú ert ekki maður með mönnum nema þú sért að meika það í boltanum og getir sagt kennaranum þínum að hoppa upp í rassgatið á sér. Það er nördalegt að vera samviskusamur og gera það sem þér er sagt. Þeim er skítsama ef þeir fá 6 á prófi, ólíkt stelpunum. Þær þurfa alltaf að sanna sig á meðan strákum er nett sama og eru bara glaðir og segja að ef þeir hefðu lært meira þá hefðu þeir fengið 9. Það er líka ákveðinn kúlista-status að vera sama um það að vera skammaður af kennurum, vera of seinn og skrópa í tíma. Hvað er málið??? Það er ekki meiningin að alhæfa, en.... Er uppeldið á drengjum á Íslandi eitthvað öðruvísi en á stelpum? Kannski er þetta uppeldið. Veit t.d. um konur sem segja að þær séu ekki jafn strangar við drengina sína eins og stelpurnar. Finnst þetta bara dálítið einkennilegt... en ég er kannski ein um það. Eru íslenskar mæður öðruvísi en annarsstaðar hér í Evrópu? Kannski íslenskar stúlkur séu bara bestar í heimi. Efast samt. Karlkynsverur Íslands eru kannski bara mömmustrákar upp til hópa. Eða eru feður ekki nógu virkir í uppeldinu?
Hvað á að gera í þessu.... kannski einstaklingsmiðað nám sé málið. Ég er máski bara eitthvað að rugla. En það er allaveganna alveg ljóst að grunnskólarnir á Íslandi eru fullir af agavandamálum og er þar alls ekki við kennarana að sakast. Sökin liggur að mestu hjá foreldrunum og heimilunum í landinu. OG það eru alltof margir foreldrar sem bera takmarkaða virðingu fyrir kennarastarfinu og grunnskólanum í heild sinni. Sem er einkennilegt þar sem svo virðist sem grunnskólinn sé meira orðinn uppeldisstofnun, en menntastofnun. Já, þar liggur hundurinn grafinn. En það eru nú væntanlega margir sem eru ósammála mér. Ekki í fyrsta skiptið :-) Mér finnst þetta allaveganna dálítið athyglisvert.
Já, já. Vona að engum af ykkur sem lesa þetta finnist ég vitlaus og ferköntuð. Nýr taktur... Fyrsta bloggið þar sem ég reyndi að hugsa um það sem ég er að skrifa. Ekkert rugl... enda hefur það aldrei tekið mig jafn langan tíma að skrifa á þessa síðu... uss... þvílík tímasóun. Þetta tók alveg 20 mínútur af mínu dýrmæta lífi. Þetta er Kristjana kennarabarn, sem talar frá Århus City.